Slys og lögreglumál

Bana­slys á Suður­lands­vegi eftir grjót­hrun

Árni Sæberg

2025-03-31 15:55

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Banaslys varð í dag þegar grjót hrundi úr Steinafjalli á bíl á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum, laust fyrir klukkan 13. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum. Einn þeirra lést en hinir tveir hlutu minniháttar áverka.

Frá þessu greinir Lögreglan á Suðurlandi í færslu á Facebook. Fyrr í dag hafði verið greint frá því Suðurlandsvegi hefði verið lokað vegna alvarlegs umferðarslyss. Vegurinn er enn lokaður og engin hjáleið er fram hjá slysstað. Þó er ráðgert opna veginn fljótlega.

Ökumaðurinn klemmdist inni

Í færslunni segir stórt grjót hafi lent á bílnum þegar honum var ekið í austurátt. Tikynning um slysið hafi borist til viðbragðsaðila klukkan 12:42. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang hafi ökumaður bifreiðarinnar, erlend kona, enn þá verið klemmd föst inni í henni og hún úrskurðuð látin á vettvangi.

Hinir farþegarnir, einnig erlendar konur, hafi sloppið með minniháttar áverka og verið fluttar á sjúkrahús til frekari skoðunar.

Fimmta banaslysið

Um er ræða fimmta banaslysið í umferðinni það sem af er ári. Þar af urðu þrjú banaslys einu og sömu helgina, aðra helgina í mars.

Nafnalisti

  • Facebookbandarískur samfélagsmiðill

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 192 eindir í 15 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,50.