Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu
Svava Marín Óskarsdóttir
2025-03-31 15:43
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Svana Lovísa Kristjánsdóttir, vöruhönnuður og áhrifavaldur, býr ásamt manni sínum, Andrési Andréssyni og börnum þeirra tveimur á fallegu heimili í hjarta Hafnarfjarðar sem hefur verið innréttað af mikilli smekkvísi.
Fjölskyldan festi kaup á eigninni árið 2018 og hafa gert ýmislegt fyrir heimilið á ódýran og sem hagstæðastan hátt án þess að fara í dýrar framkvæmdir.
„Við höfum gert alveg heilmikið hérna heima, bæði sem er hægt að sá og mjög margt af þessu ósýnilega, eins og þessar stóru framkvæmdir sem við þurftum líka að ráðast í. Auðvitað máluðum við það bleikt,“ sagði Svana Lovísa samtali við Völu Matt í Íslandi í dag í júní í fyrra.
Bleikur og björt rými
Svana Lovísa deilir reglulega myndum af heimili fjölskyldunnar á samfélagsmiðlum. Stíllinn á heimilinu afar hrífandi þar sem samblanda af klassískri hönnun og litríkum innanstokksmunum eru í aðalhlutverki.
Stofa og borðstofa er samliggjandi í opnu rými með góðu útsýni yfir bæinn.
Við borðstofuborðið má sjá hina klassísku stóla J 39, hönnun eftir Børge Mogensen frá árinu 1947. Við enda borðsins má sjá hina sígildu CH-24 stóla, oft nefnda Y-stólana, í sápuborinni eik, eftir Wegner, hannaðir árið 1949. Þá má einnig sjá aðra formfagra og klassíka stóla á heimilinu eftir danska hönnuðinn Arne Jacobsen, Sjöuna og Dropann í bleikum lit, og sérstaka útgáfu af Svaninum í ljósu leðri.
Stólarnir blandast fallega saman og skapa tímalaust yfirbragð á heimilinu.
View this post on Instagram
A post shared by Svana Lovísa Kristjánsdóttir (@svana.svartahvitu)
Eldhúsið er rúmgott og bjart með notalegum borðkrók, málað í ljósbleikum lit sem endurspeglar persónulegan stíl Svönu Lovísu. Í eldhúsinu má sjá stílhreina hvíta innréttingu með ljósum steini á borðum sem nær upp á vegg. Á veggnum fyrir ofan innréttinguna er opin hilla, þar sem vatnskönnur frá Georg Jensen og kaffibollar úr smiðju Royal Copenhagen fá að njóta sín til fulls.
Notaleg lýsing
Lampar úr smiðju danskra hönnuði eru einnig áberandi á heimilinu. Fyrir ofan eldhúsborðið hangir hinn sígildi PH 5-lampi eftir Poul Henningsen, sem hann hannaði fyrir ljósaframleiðandann Louis Poulsen árið 1958. Í borðstofunni gefur Panthella-gólflampinn, sem Verner Panton hannaði árið 1971, mjúka og notalega birtu sem er einkennandi fyrir hönnun hans.
Nafnalisti
- Andrés Andréssonklæðskeri
- Arne Jacobsendanskur hönnuður
- Børge Mogensendanskur arkitekt
- Georg Jensenmerkið
- J 39stóll
- Louis Poulsendanskur hönnuður
- PHeiginlega samnefni yfir fleiri en eitt ljós sem byggjast öll
- Poul Henningsen
- Royal Copenhagendanskt postulínsfyrirtæki
- Svana Lovísa Kristjánsdóttirbloggari
- Vala Mattsjónvarpskona
- Verner Pantondanskur arkitekt
- Viewskol sem fer ekki inn í hárið
- Wegnereinn fremsti og þekktasti húsgagnahönnuður heims
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 371 eind í 21 málsgrein.
- Það tókst að trjágreina 16 málsgreinar eða 76,2%.
- Margræðnistuðull var 1,57.