Stjörnum prýdd stikla Black Mirror

Samúel Karl Ólason

2025-03-31 15:36

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Netflix hefur birt stiklu fyrir sjöundu þáttaröð Black Mirror. Óhætt er segja þáttanna hafi verið beðið með mikilli eftirvæntingu en þáttaröðin státar af sex stjörnufylltum þáttum. Þar á meðal er framhald þáttarinns um stafræna áhöfn geimskipsins USS Callister.

Þættirnir hafa í gegnum árin meðal annars verið notaðir til varpa ljósi á skuggahliðar samfélagsmiðla, tækninnar og fleiri anga nútímasamfélagsins með mikilli háðsádeilu. Hver þáttur hefur stakan söguþráð en verður einn framhaldsþáttur sýndur, sem er framhald þáttar úr fjórðu þáttaröð sem margir segja með betri þáttum seríunnar.

Fyrstu Black Mirror þættirnir voru sýndir á Channel 4 í Bretlandi í desember 2011 en fyrsti þátturinn naut strax mikillar athygli. Hann gekk út á það ímyndaður forsætisráðherra Bretlands var þvingaður til hafa mök við svín til bjarga lífi prinsessu.

Síðan þá hafa nýjar þáttaraðir verið birtar með mjög óreglulegu millibili og óreglulegum fjölda þátta. Einn þáttanna í fjórðu þáttaröð var tekinn upp hér á Íslandi.

Eins og áður segir eru þættirnir að þessu sinni sex

Sýning þáttanna hefst þann 10. apríl.

Fyrsti þátturinn ber titilinn Common People en þar eru í aðalhlutverkum þau Rashida Jones, Chris O'Dowd og Tracee Ellis Ross.

Annar þátturinn heitir Béte Noire en þar eru í aðalhlutverkum þau Rosy McEwen og Siena Kelly.

Þriðji þátturinn er Eulogy, með þeim Paul Giamatti og Patsy Ferran.

fjórði heitir Plaything með Peter Capaldi og Lewis Gribben, auk þeirra Will Poulter og Asim Chaudhry.

Fimmti þátturinn er kallaður Hotel Reverie og þar eru í aðalhlutverkum þær Emma Corrin, Issa Rae og Awkwafina.

Sjötti þátturinn heitir svo USS Callister: Into Infinity með þeim Cristin Milioti og Jimmi Simpson.

Nafnalisti

  • Asim Chaudhry
  • Awkwafinastórleikkona
  • Béte Noire
  • Black Mirrorbreskur vísindaskáldskapur úr smiðju Charlie Brooker
  • Channel 4bresk sjónvarpsstöð
  • Chris O'Dowd
  • Common Peopleeinn öll stærsti smellur hljómsveitarinnar Pulp
  • Cristin Milioti
  • Emma Corrinleikkona
  • Hotel Reverie
  • Into Infinity
  • Issa Raegrínisti
  • Jimmi Simpson
  • Lewis Gribben
  • Patsy Ferran
  • Paul Giamatti
  • Peter Capaldi
  • Playthinglag
  • Rashida Jonesdóttir Quincy Jones, sem óhætt er að kalla goðsögn í tónlistarheiminum, og leikkonunnar Peggy Lipton
  • Rosy McEwen
  • Siena Kelly
  • Tracee Ellis Rossleikkona
  • Will Poulter

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 262 eindir í 17 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 17 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,69.