Slys og lögreglumál
Einn látinn eftir að grjót hrundi á bíl á Suðurlandsvegi
Ritstjórn DV
2025-03-31 15:59
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Einn er látinn eftir að grjót hrundi úr Steinafjalli á bíl á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum. Slysið átti sér stað rétt fyrir klukkan 13 í dag. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum, einn lést en hinir tveir hlutu minniháttar áverka.
Lögreglan á Suðurlandi greinir frá í færslu á Facebook. Áður hafði lögregla greint frá því að Suðurlandsvegi hefði verið lokað vegna alvarlegs umferðarslyss. Vegurinn er enn lokaður og er engin hjáleið fram hjá slysstað. Ráðgert er að opna veginn fljótlega.
Nafnalisti
- Facebookbandarískur samfélagsmiðill
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 88 eindir í 7 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,55.