Stjórnmál

Guðmundur Ingi: Vildi að þetta gerðist við betri aðstæður

Brynjólfur Þór Guðmundsson

2025-03-23 18:56

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Bara vel, en ég vil segja það, því miður vildi ég það væri við betri aðstæður, sagði Guðmundur Ingi Kristinsson þegar hann var nýtekinn við embætti sem mennta- og barnamálaráðherra.

Ráðherraskiptin í ríkisstjórninni fóru fram á tveimur ríkisráðsfundum síðdegis. Ásthildur Lóa Þórsdóttir lét af embætti og GUðmundur Ingi tók við.

Við þessar aðstæður er það þannig og ég vil bara senda kærleikskveðjur til hennar og fjölskyldu hennar. Því miður er leitt þetta skuli gerast svona en hún er búin vera með mörg góð málefni í gangi og ég mun taka við þeim og reyna koma þeim áfram og líka öllum þeim góðu málefnum sem þessi ríkisstjórn er berjast fyrir.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði það tæki á kveðja góðan kollega þar sem Ásthildur Lóa hverfur á braut. Hún sagði Guðmundur Ingi væri sterkur valkostur í embætti mennta- og barnamálaráðherra.

Hún sagði ráðherraskiptin og kringumstæður þeirra ekki hafa áhrif á stjórnarsamstarfið. Þar væri góð pólitísk samstaða og góður félagsskapur.

Maður verður dálítið dapur á köflum þegar maður er kveðja góðan félaga og góðan liðsmann ríkisstjórnarinnar eðlilega en við erum bjartsýn og brosandi, sagði Inga Sæland, félagsmálaráðherra og formaður Flokks fólksins.

Þetta er enn eitt málið sem þjappar okkur enn betur saman og ég held við höfum aldrei staðið þéttar saman en í dag.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði ríkisstjórnin myndi halda áfram störfum sínum og það myndi sjást á verkum hennar.

Hún sýndi fjölmiðlum gjöf sem forseti gaf ráðherrum, Riddara kærleikans. Ég held þið hefðuð líka gott af því slíkt.

Ásthildur Lóa gaf ekki kost á viðtali þegar hún mætti til ríkisráðsfundar í dag. Hún fór út bakdyramegin og hélt á brott eftir fundinn.

Ráðherrar sögðu mis mikið þegar þeir mættu til fundar rétt fyrir klukkan þrjú.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Guðmundur Ingi Kristinssonþingmaður Flokks fólksins
  • Inga Sælandformaður
  • Kristrún Frostadóttirformaður
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirformaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 315 eindir í 17 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 16 málsgreinar eða 94,1%.
  • Margræðnistuðull var 1,57.