„Á báðum endum vallarins ekki nógu góðir“

Hjörtur Leó Guðjónsson

2025-03-23 19:21

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var eðlilega súr og svekktur eftir 31 tap Íslands gegn Kósovó í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Tapið þýðir Ísland er fallið úr B-deild.

Ég held bara í báðum teigum vallarins, sagði Jón Dagur þegar hann var spurður því hvar leikurinn fór frá íslenska liðinu.

Við byrjum vel, en náum ekki fylgja því eftir. Mér fannst nokkrir spilkaflar inn á milli fínt. Ég er svosem ekki búinn sjá þetta aftur, en mér fannst við gefa þeim ódýr mörk og ekki taka okkar sénsa. Mér fannst við á báðum endum valllarins ekki nógu góðir.

Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson gerði sex breytingar á byrjunarliði Íslands frá fyrri leiknum gegn Kósovó og fengu nokkrir leikmenn spreyta sig í stöðum sem þeir eru ekki vanir spila í.

Ég held það svosem ekkert ástæðan. Ég er náttúrulega ekki búinn sjá þetta aftur og kannski erfitt fyrir mig dæma hvað gerðist. Ég þarf bara sjá það seinna.

Hann segist þó vera ánægður með það hafa fengið spila allan leikinn eftir erfiðar vikur hjá félagsliði sínu, Hertha BSC í Þýskalandi.

Maður er búinn vera bíða eftir því spila og búinn sitja á bekknum helvíti lengi þarna í Berlín. Það er náttúrulega bara viðbjóður, en bara virkilega gott fyrir mig sjálfan spila fótbolta aftur.

Þrátt fyrir tvö töp í fyrstu tveimur leikjum liðsins undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar segist Jón vera spenntur fyrir framhaldinu. Hann meti upphafið á samstarfinu á jákvæðum nótum.

Bara vel. Það tekur alltaf tíma því besta með nýjum þjálfara. Hann þarf finna sitt besta lið og við þurfum læra inn á hann. Ég held við höfum fengið tvo eða þrjá daga með honum fyrir fysta leik þannig það er kannski erfitt því besta úr liðinu strax. En mér lýst bara vel á þetta og framtíðin er björt.

Nafnalisti

  • Arnar Gunnlaugssonþjálfari
  • B-deild1. sæti
  • Herthameðal þeirra liða sem er í fallbaráttu
  • Jón Dagur Þorsteinssonlandsliðsmaður
  • Þjóðadeild UEFAA landslið karla

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 353 eindir í 21 málsgrein.
  • Það tókst að trjágreina 19 málsgreinar eða 90,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,72.