Söfnuðu milljörðum og eiga nú meiri­hluta í leik­vangi fé­lagsins

Óskar Ófeigur Jónsson

2025-04-02 22:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

St. Pauli á mjög öfluga og ástríðufulla stuðningsmenn og það sýndu þeir í verki í fjárhagsvandræðum þýska fótboltafélagsins. Herferð þýska félagsins er kannski eitthvað sem við sjáum í meira af í fótboltaheiminum í framtíðinni.

Stuðningsmönnum St. Pauli tókst nefnilega safna saman 27 milljónum evra eða tæplega 3,9 milljörðum króna.

Félagið, sem er frá Hamburg í norður Þýskalandi, sagði 21 þúsund stuðningsmenn hafi tekið þátt í söfnuninni sem tók fimm mánuði. St. Pauli nefndi það sérstaklega fjöldi fólks hafi bæst í hópinn á lokasprettinum. Söfnunin snérist um kaupa hlutabréf í leikvangi félagsins.

Allur þessi fjöldi á meirihluta í Millerntor leikvanginum sem hefur verið heimavöllur St. Pauli frá 1963 og tekur í dag rétt tæplega þrjátíu þúsund manns.

Hver og einn einasti borgaði 850 evrur fyrir hvert hlutabréf sem þeir keyptu sem gera 122 þúsund íslenskar krónur. Hundrað evrur af þessu fór hins vegar í gjöld og sem framlag til fjárhagsvandræða félagsins.

Það voru ekki aðeins hlutabréf í boði því allir sem tóku þátt komust líka í sérstakt happadrætti tengdu söfnuninni.

Þar gátu stuðningsmennirnir unnið það fara út borða með fyrirliðanum Jackson Irvine, lúxuspakka á leiki liðsins, áritaðar treyjur leikmanna og fleira.

Nafnalisti

  • Hamburgþýsk borg
  • Jackson Irvine

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 198 eindir í 11 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 63,6%.
  • Margræðnistuðull var 1,70.