Óskiljan­legt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði

Jón Ísak Ragnarsson

2025-03-08 15:01

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Vilhjálmur Birgisson gerir laun borgarstjóra umtalsefni í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en hann segir helvíti vel í lagt vera með heildarlaun sem nemi tæpum fjórum milljónum á mánuði. Laun hennar fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa hátt í þrefaldast frá 2023.

Í vikunni var greint frá því Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri væri með um 3,8 milljónir í laun á mánuði.

Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir, en auk þessara launa fær hún 155.453 krónur í fastan starfskostnað, 229.151 krónur vegna stjórnarformennsku í slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og 854.470 krónur fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samanlagt er um ræða 3.867.886 króna.

Launin þrefaldast frá 2023

Í Morgunblaðinu í dag var greint frá því laun Heiðu vegna formennsku hennar í Sambandi íslenskra sveitarfélaga hefðu þrefaldast frá árinu 2023.

Í upphafi árs hafi stjórnarlaun formanns sambandsins verið 762.921 króna á mánuði, en þau hafi verið 285.087 krónur í upphafi árs 2023. Launin hafi því hækkað um 17 prósent á síðustu tveimur árum.

Til viðbótar við stjórnarlaunin fær borgarstjóri 105.750 krónur vegna aksturs, og nema heildarlaun hennar vegna formennskunnar 868.671 krónu á mánuði.

Rúmlega einn fundur í mánuði

Vilhjálmur furðar sig á þessum upphæðum í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en hann kveðst ekki skilja hvernig hægt tæplega milljón á mánuði fyrir formennsku þar sem fundað rétt rúmlega einu sinni á mánuði.

Auk þess séu fundirnir væntanlega á hefðbundnum dagvinnutíma.

Eitt er víst þessi hækkun hjá formanni SÍS er ekki í nokkrum takti við það sem annað launafólk hefur fengið launahækkun á umræddu tímabili, segir Vilhjálmur.

Eru tæpar fjórar milljónir á mánuði í laun og 170% hækkun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í anda þess sem flokkur borgarstjóra kennir sig við sem er félagshyggja, réttlæti og jöfnuður. Spyr sjá sem ekki veit! segir Vilhjálmur.

Í svari Sambands íslenskra sveitarfélaga við fyrirspurn Morgunblaðsins um kjör formannsins kom fram fundum stjórnar hefði verið fjölgað úr einum í tvo á mánuði.

Fram kom stjórn sambandsins fundi einu sinni á mánuði á staðfundi, og einu sinni á mánuði á styttri fjarfundi.

Nafnalisti

  • Heiða Björg Hilmisdóttirformaður
  • Vilhjálmur Birgissonformaður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 363 eindir í 18 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 16 málsgreinar eða 88,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,73.