Stjórnmál

Einföldun, styttri frestir og aukin skilvirkni í orkumálum

Innanríkisráðuneyti

2025-04-03 09:14

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mælti fyrir frumvörpum á Alþingi í vikunni sem fela í sér einföldun, aukna skilvirkni og styttri afgreiðslutíma í stjórnsýslu orkumála. Breytingarnar taka bæði til lagaumgjörðar rammaáætlunar og almennra leyfisferla og eru til þess fallnar liðka fyrir þjóðhagslega mikilvægum verkefnum.

Ráðherra mælti fyrir frumvarpi sem veitir Umhverfis- og orkustofnun víðtækar heimildir til þess sameina afgreiðslu mismunandi leyfa í eina leyfisveitingu, bæði leyfi og heimildir sem heyra undir valdsvið stofnunarinnar sjálfrar og sem falla undir valdsvið annarra stjórnvalda. Í sama frumvarpi er lagt til virkjunarframkvæmdir sem raðað hefur verið í orkunýtingarflokk rammaáætlunar með samþykki Alþingis njóti sérstakrar forgangsmeðferðar hjá stofnuninni (þingskj. 297/2025).

Þá mælti ráðherra fyrir frumvarpi um aukna festu og fastákveðna tímafresti við framkvæmd rammaáætlunar (þingskj. 300/2025). Er þar stigið fyrra skrefið af tveimur sem ríkisstjórn hefur boðað í endurskoðun laga um verndar- og orkunýtingaráætlun. Seinna skrefið verður stigið með frumvarpi þar sem stjórnvöldum er falið marka stefnu um raforkuöflun til tíu ára og mælt fyrir um horft skuli til þeirrar stefnu í ferli rammaáætlunar og við röðun virkjunarkosta. Drög frumvarpi þess efnis verða birt í samráðsgátt stjórnvalda á næstu misserum.

Ráðherra mælti jafnframt fyrir frumvarpi um hátternisreglur á raforkumarkaði þar sem kveðið er á um bann við markaðssvikum og ólögmætum innherjaviðskiptum (þingskj. 282/2025). Um er ræða frumvarp sem var fullunnið á síðasta kjörtímabili en ekki náðist samstaða um í þeirri ríkisstjórn.

Þá mælti ráðherra fyrir framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár fyrir árin 20252029, þeirri fyrstu sem lögð er fram síðan lög um náttúruvernd voru sett árið 2013. Áætlunin gerir ráð fyrir friðlýsingu sex svæða (þingskj. 299/2025).

Alls hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lagt fram og mælt fyrir 11 frumvörpum og 2 þingsályktunartillögum frá því ríkisstjórnin var mynduð. Eitt málanna er endurflutt frá síðasta löggjafarþingi með breytingum og þrjú fela í sér innleiðingu á EES-gerðum. Um er ræða fleiri þingmál frá ráðuneytinu á rúmlega þriggja mánaða tímabili heldur en lögð hafa verið fram á heilsárs löggjafarþingum á síðustu árum.

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra: Á undanförnum árum hefur skapast alvarlegt ójafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á raforkumarkaði. Gengið hefur alltof hægt koma nýframkvæmdum af stað, meðal annars vegna þunglamalegra leyfisferla og pólitískrar tregðu hjá síðustu ríkisstjórnum til þess samþykkja nýja kosti í rammaáætlun með reglulegu millibili. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er staðráðin í bæta úr þessari stöðu, ryðja burt hindrunum og liðka fyrir framkvæmdum. Til þess svo megi verða er óhjákvæmilegt ráðast í afgerandi laga- og reglugerðabreytingar til þess tryggja einfaldari stjórnsýslu, skilvirkari leyfisferla og styttri afgreiðslutíma á sviði umhverfis- og orkumála.

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011

(bætt málsmeðferð og aukin skilvirkni).

Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (raforkuviðskipti)

Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár fyrir árin 20252029.

Nafnalisti

  • Jóhann Páll Jóhannssonfyrrverandi blaðamaður á Stundinni
  • Kristrún Frostadóttirformaður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 527 eindir í 28 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 18 málsgreinar eða 64,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,67.