Íþróttir

Versta staða Ís­lands síðan Lars og Heimir hófu ævin­týrið

Sindri Sverrisson

2025-04-03 09:16

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Eftir töpin tvö gegn Kósovó í fyrstu leikjunum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar heldur íslenska karlalandsliðið í fótbolta áfram síga niður heimslistann.

Ísland er í 74. sæti á listanum sem birtur var í morgun og hefur ekki verið svona neðarlega í tólf ár, eða síðan liðið var hefja sín allra bestu ár í sögunni, undir handleiðslu Svíans Lars Lagerbäck og Eyjamannsins Heimis Hallgrímssonar.

Eftir töpin gegn Kósovó féll Ísland niður um fjögur sæti en Kósovó fór hins vegar upp um tvö sæti og er í 97. sæti.

Nær stanslaus niðursveifla hefur verið hjá Íslandi á listanum síðan Íslendingar urðu minnsta þjóð sögunnar til keppa á HM, sumarið 2018. Staðan hefur þó haldist nær óbreytt síðasta árið.

Ísland komst hæst í 18. sæti og var um tíma til mynda efsta Norðurlandaþjóðin, eftir hafa verið í 131. sæti á fyrsta ári Lagerbäcks sem aðalþjálfara, með Heimi til aðstoðar.

Mæta liðum í 3. og 119. sæti

Örlitlar breytingar eru á topp tíu listanum sem birtist í morgun því Spánn er kominn yfir Frakkland í 2. sæti og Holland yfir Portúgal í 6. sæti. Argentína er enn efst, m England í 4. sæti og Brasilía í 5. sæti. Belgía er í 8. sæti, Ítalía í 9. sæti og Þýskaland í 10. sæti.

Frakkar verða mótherjar Íslands í undankeppni HM í haust, ásamt Úkraínu sem er í 25. sæti heimslistans og Aserbaísjan sem er komið niður í 119. sæti.

Nafnalisti

  • Arnar Gunnlaugssonþjálfari
  • Heimir Hallgrímssonfyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands
  • Lars Lagerbäckfyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 251 eind í 11 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 90,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,77.