Stjórnmál

Draga sig úr Alþjóða­sakamála­dómstólnum fyrir heim­sókn Netanja­hú

Kjartan Kjartansson

2025-04-03 09:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Ungverk stjórnvöld tilkynntu í dag þau ætluðu segja sig frá Alþjóðasamáladómstólnum á sama tíma og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, mætti í opinbera heimsókn til Búdapestar. Dómstóllinn, sem er eini sem fjallar um stríðsglæpi og þjóðarmorð, gaf út handtökuskipun á hendur Netanjahú vegna stríðsins á Gasa í nóvember.

Skrifstofustjóri Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, greindi frá því í stuttri yfirlýsingu ríkisstjórnin ætlaði hefja úrsagnarferlið strax í dag. Hann skýrði ekki frekar hvers vegna.

Orbán lýsti handtökuskipuninni sem var gefin út á hendur Netanjahú sem hneykslanlega ósvífinni á sínum tíma. Hann bauð ísraelska forsætisráðherranum strax í opinbera heimsókn eftir skipunin var gefin út og sagði hana ekki hafa neitt gildi í Ungverjalandi, sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Aðildarríkjum dómstólsins í Haag ber skylda til þess handtaka einstaklinga sem sæta handtökuskipun af þessu tagi ef þeir stíga á land þeirra. Dómstóllinn hefur hins vegar engin tól þess framfylgja því.

Alþjóðadómstóllinn taldi rökstuddan grun fyrir því Netanjahú bæri ábyrgð á meintum stríðsglæpum Ísraelshers og glæpum gegn mannkyninu í stríðinu gegn Hamas á Gasaströndinni.

Ungverjaland var á meðal 125 stofnríkja dómstólsins. Þau bætast í hóp ríkja eins og Bandaríkjanna, Rússlands, Kína og Ísraels sem viðurkenna ekki lögsögu hans.

Nafnalisti

  • Benjamín Netanjahúfyrrverandi forsætisráðherra
  • Viktor Orbánforsætisráðherra Ungverjalands

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 217 eindir í 11 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 90,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,70.