Slys og lögreglumál
Banaslys eftir að grjót hrundi á hringveginn
Ritstjórn mbl.is
2025-03-31 15:59
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Ökumaður bifreiðar sem lenti í umferðarslysi á Suðurlandsvegi í dag er látinn.
Stórt grjót lenti á bifreiðinni sem ók í austur átt. Þrjár erlendar konur voru í bifreiðinni. Farþegarnir sluppu með minniháttar áverka og voru fluttar til frekari skoðunar.
Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi.
Tilkynning um slysið barst lögreglu klukkan 12.42 í dag.
Ökumaðurinn var fastur inni í bifreiðinni og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Rannsókn slyssins er í höndum rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Suðurlandsvegi var lokað vegna slyssins en verður opnaður von bráðar.
Nafnalisti
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 95 eindir í 9 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,47.