Samkomulag í höfn milli ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu hjúkrunarheimila og þjónustu við börn með fjölþættan vanda

Forsætisráðuneyti

2025-03-19 15:38

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Í dag var undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga; annars vegar um breytta ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og hins vegar um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingarnar eru liður í einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og styrkja fjárhag sveitarfélaga og taka gildi um mitt þetta ár.

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra:

Þetta samkomulag markar tímamót í tveimur mikilvægum málaflokkum. Við erum höggva á hnútinn varðandi uppbyggingu hjúkrunarheimila og ættum því geta spýtt í lófana og greitt fyrir framkvæmdum. Um leið bindum við enda á áratugadeilur um málefni barna með fjölþættan vanda. Við ætlum taka til hendinni í þeim málaflokki og sýnum það meðal annars með þessu samkomulagi og fjármálaáætlun sem verður lögð fram seinna í þessum mánuði.

Þjónusta við börn með fjölþættan vanda flyst til ríkisins

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Arnar Þór Sævarsson framkvæmdastjóri Sambandsins, undirrituðu samkomulag um breytta ábyrgðaskiptingu ríkis og sveitarfélaga í málefnum barna með fjölþættan vanda. Í samkomulaginu felst ríkið tekur sér framkvæmd og ber ábyrgð á fjármögnun sérhæfðrar þjónustu við börn með fjölþættan vanda sem búsett eru utan heimilis. Fyrirkomulag og innihald þjónustu við börn með fjölþættan vanda hefur lengi verið umfjöllunarefni í samskiptum ríkis og sveitarfélaga og er breytt ábyrgðaskipting í samræmi við tillögur starfshóps á vegum félags- og vinnumarkaðsráðherra sem birtar voru í áfangaskýrslu í september 2024. Börnin sem um ræðir hafa miklar stuðningsþarfir og þarfnast meðal annars tímabundinnar vistunar utan heimilis þar sem veitt er meðferð vegna vanda barns. Það er gríðarlega mikilvægt þessi viðkvæmi hópur fái þjónustu við hæfi og jafnræðis gætt til veita slíka þjónustu.

Kostnaðarþátttaka sveitarfélaga í uppbyggingu hjúkrunarheimila felld brott

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, Alma Möller heilbrigðisráðherra, Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Arnar Þór Sævarsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu samkomulag vegna uppbyggingar hjúkrunarheimila. Í því felst sveitarfélög bera ekki lengur 15% stofnkostnaðar hjúkrunarheimila og þeim verður heimilt innheimta gatnagerðargjöld. Þegar sveitarfélög úthluta lóðum undir hjúkrunarheimili verður það áfram gert án lóðarleigu og án byggingarréttargjalda. Settur verður á fót stýrihópur sem falið verður útfæra nánar skiptingu á eldri hjúkrunarheimilum milli ríkis og sveitarfélaga en gengið er út frá því þar sem um sameiginlegt eignarhald ríkis og sveitarfélaga er ræða muni eignarhlutur sveitarfélags í hjúkrunarheimilum færast yfir til ríkis, með sama hætti og þegar eignir ríkisins hafa færst til sveitarfélaga vegna breyttrar verkaskiptingar.

Breytt ábyrgðarskipting í málefnum barna með fjölþættan vanda og við uppbyggingu hjúkrunarheimila felur ekki í sér breytingar á tekjustofnun sveitarfélaga framlögum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Um er ræða aðgerðir til einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og styrkja fjárhag sveitarfélaga.

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra:

Það er ánægjulegt samkomulag hefur náðst um skiptingu ábyrgðar í málefnum barna með fjölþættan vanda. Verkefni sem hefur lagt þungar byrðar á mörg sveitarfélög. Þá er ekki síður gleðilegt geta rofið þá kyrrstöðu sem hefur verið í uppbyggingu hjúkrunarheimila og einfaldað samskipti ríkis og sveitarfélaga á því sviði. Samningarnir sem undirritaðir eru í dag fela í sér togstreita sem ríkt hefur um ábyrgð í þessum mikilvægu málaflokkum er úr sögunni og sýnir í verki vilja þessarar ríkisstjórnar til þess bæta og styrkja samskipti ríkis og sveitarfélaga.

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga:

Það er gleðilegt samkomulagi um ríkið taki yfir ábyrgð og framkvæmd á 3. stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Sveitarfélög hafa kallað eftir því frá árinu 2010, bæði til skýra verkaskiptingu en ekki síður til tryggja börn þessari viðkvæmu stöðu fái faglegan einstaklingmiðaðan stuðning og meðferð. Það er samfélagslega mikilvægt við eflum alla þjónustu og styrkjum umgjörð um börn í viðkvæmri stöðu og fjölskyldur þeirra. Það er einnig stór áfangi samkomulagi við ríkið um sveitarfélögum beri ekki greiða 15% af kostnaði við uppbyggingu hjúkrunarheimila. Undanfarin ár hafa byggst upp of hjúkrunarrými. Sveitarfélög munu áfram vinna með ríkinu því greiða fyrir uppbyggingu enda gríðarlega mikilvægt fyrir okkar íbúa hafa aðgang þessari mikilvægu heilbrigðisþjónustu.

Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um börn með fjölþættan vanda

Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu á uppbyggingu hjúkrunarheimila

Nafnalisti

  • Alma Möllerlandlæknir
  • Arnar Þór Sævarssonframkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga
  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Daði Már Kristóferssonfráfarandi forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
  • Heiða Björg Hilmisdóttirformaður
  • Ingi SælandFlokkur fólksins
  • Kristrún Frostadóttirformaður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 724 eindir í 34 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 33 málsgreinar eða 97,1%.
  • Margræðnistuðull var 1,57.