Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld
Aron Guðmundsson
2025-03-19 15:47
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Fjórtán þúsund Kósóvar munu fylla Fadil Vokrri leikvanginn á morgun þegar að íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir heimamönnum í umspili Þjóðadeildarinnar.
Aron Guðmundsson skrifar frá Pristina í Kósovó.
Um fyrri leik liðanna af tveimur er að ræða í umspili um laust sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Sigurlið einvígisins tekur sæti í B-deildinni á næsta tímabili á meðan að tapliðið mun leika í C-deild.
Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa knattspyrnusambands Kósovó er uppselt á leik liðanna annað kvöld en Fadil Vokrri leikvangurinn tekur tæplega fjórtán þúsund manns í sæti. Ekki er búist við neinum íslenskum áhorfendum á leiknum.
Um fyrsta landsleik íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar er að ræða en íslenska landsliðið mætir hingað til Pristina í Kósovó seinna í dag frá Spáni þar sem að liðið hefur æft undanfarna daga.
Leikur Kósovó og Íslands í umspili Þjóðadeildarinnar verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan korter í átta annað kvöld. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrir upphafsflaut.
Nafnalisti
- Arnar Gunnlaugssonþjálfari
- Aron Guðmundssoníþróttablaðamaður Fréttablaðsins
- B-deild1. sæti
- C-deildriðill 1
- Fadil Vokrriforseti knattspyrnusambands Kósóvó
- Pristinahöfuðborg
- Stöð 2 Sporthluti af Sportpakkanum
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 160 eindir í 9 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,87.