Stjórnmál

Heiða Björg hættir sem for­maður SÍS

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir

2025-03-17 19:22

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun hennar vöktu mikil viðbörgð ásamt ákvörðun hennar í kjaradeilu kennara.

Þetta tilkynnti hún á landsfundi SÍS á fimmtudag samkvæmt fréttastofu RÚV. Nýr fulltrúi verður kosinn í hennar stað. Hún lengi undir feldi hvort hún myndi halda áfram starfi sínu sem formaður SÍS

Heiða Björg segist hafa stutt tillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilum kennara en SÍS hafnaði tillögunni á endanum. Tillaga í kjaradeilu kennara var síðan samþykkt nokkrum dögum síðar.

Þá vöktu laun Heiðu einnig mikla athygli en hún er með um 3,8 milljónir í mánaðarlaun. Þar af eru 854.470 krónur fyrir formennskustarfið í SÍS. Þar á meðal setti Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, út á laun hennar sem hafa hátt í þrefaldast frá árinu 2023.

Sjá einnig: Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar

Fréttin verður uppfærð.

Nafnalisti

  • Heiða Björg Hilmisdóttirformaður
  • Vilhjálmur Birgissonformaður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 142 eindir í 12 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,55.