Trump svarar Kanada fullum hálsi: Hækkar tolla á áli og stáli í 50%

Iðunn Andrésdóttir

2025-03-11 19:28

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla svara Kanada í tvöfaldri mynt og tvöfalda tolla á áli og stáli. Hann segir tilskipunina strax taka gildi á morgun.

Forsetinn undirritaði í síðasta mánuði tilskipun um 25% tollar yrðu lagðir á allt stál og ál, hvaðanæva úr heiminum.

Doug Ford, fylkisstjóri Ontario í Kanada, kvaðst í gær ætla beita Bandaríkin hámarksþrýstingi vegna tollastríðsins sem Bandaríkjaforseti hefði efnt til og hækka tolla á raforkuútflutning til Bandaríkjanna um 25%.

Ætlar ekki láta Trump vaða yfir sig

Talið er hækkunin muni hafa áhrif á um 1,5 milljón heimila í Minnesota, Michigan og New York í Bandaríkjunum. Trump sagðist myndu lýsa yfir neyðarástandi í rafmagnsmálum í ríkjunum þremur.

Ford hefur brugðist við og kveðst tímabundið ætla láta af áformunum um álagningu á rafmagnsreikning Bandaríkjamanna á meðan samningaviðræður við stjórn Trumps haldi áfram. Hann muni þó ekki leyfa Trump vaða yfir sig á skítugum skónum.

Ég er ekki reyna níðast á almenningi í Bandaríkjunum en maður verður nota þau spil sem maður hefur á hendi, sagði Ford.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Doug Fordfylkisstjóri

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 187 eindir í 10 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,76.