Sæki samantekt...
Barcelona er með þriggja stiga forskot á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta eftir öruggan sigur gegn Girona, 4–1, í dag.
Pólverjinn Robert Lewandowski skoraði tvö marka Börsunga, á 61. og 77. mínútu, þegar hann kom liðinu í 3–1 eftir að Arnaut Danjuma hafði jafnað metin fyrir Girona. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark.
Ferran Torres innsiglaði svo sigur Barcelona með marki skömmu fyrir leikslok.
Lewandowski er markahæstur í deildinni, nú með 25 mörk, þremur mörkum á undan Kylian Mbappé sem kemur næstur.
Barcelona er nú með 66 stig eftir 29 leiki, þremur stigum á undan Real Madrid og sex stigum á undan Atlético Madrid, þegar níu umferðir eru eftir. Næsti leikur liðsins er á miðvikudag gegn Atlético, í spænska konungsbikarnum.
Nafnalisti
- Arnaut DanjumaHollendingur
- Atléticomun betri aðilinn síðari hluta fyrri hálfleiks
- Atlético Madridspænskt félag
- Ferran Torressóknarmaður
- Gironaborg
- Kylian Mbappéfranskt ungstirni
- Robert Lewandowskiframherji Bayern Munchen
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 133 eindir í 7 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 85,7%.
- Margræðnistuðull var 1,81.