Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga

Magnús Jochum Pálsson

2025-03-30 16:22

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Sundlaugagestir í Salalaug voru sendir inn vegna eldingar sem laust niður við sundlaugina. Allir gestirnir eru því í innilauginni og fólk sem var á leið ofan í fékk miða sína endurgreidda.

Það komu þrumur og eldingar bara núna rétt í þessu, sagði Ragnheiður Ólafsdóttir, vakstjóri í Salalaug, þegar fréttastofa hafði samband um korter yfir fjögur.

Um leið og við sáum þetta skipuðum við fólki fara inn í innlaugina öryggisins vegna, sagði hún. Það var fólk sem var kaupa sig inn, við endurgreiddum þeim bara og hinir eru bara allir í innilauginni.

Laust eldingunni þá niður svona nálægt lauginni?

Ég var stödd í afgreiðslunni þegar þetta var og við sáum eldinguna. Við viljum hafa okkar viðskiptavini örugga, sagði Ragnheiður.

Starfsfólk og gestir Salalaugar munu því bíða eftir því veðrið róast þar til hægt er senda fólk aftur út.

Fréttastofu hafa einnig borist ábendingar um þrumuveður víðar um höfuðborgarsvæðið þar sem hús fólks hafa nötrað vegna eldinganna.

Fréttin er í vinnslu.

Áttu myndir eða myndbönd af þrumuveðrinu? Sendu okkur línu á .

Nafnalisti

  • Ragnheiður Ólafsdóttirnuddari

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 200 eindir í 13 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,60.