Sæki samantekt...
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna ætlar að rannsaka notkun Pete Hegseth varnarmálaráðherra á samskiptaforritinu Signal til að ræða í hópspjalli um loftárásir á Jemen. Þetta kom fram í minnisblaði ráðuneytisins í dag.
Ætlunin er að rannsaka hvort varnarmálaráðherrann og annað starfsfólk ráðuneytisins hafi farið að reglum um notkun samskiptaforrita í þessu tilviki.
Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar, Mike Waltz, sem bætti blaðamanni í spjallið í misgáningi, hefur sagst taka fulla ábyrgð á því. Athygli hefur vakið að fulltrúar Bandaríkjastjórnar ræði málefni sem árásir á erlend ríki í hópspjalli sem þessu. Meðal annarra sem tóku þátt í samræðunum voru varaforseti Bandaríkjanna J. D. Vance og utanríkisráðherrann, Marco Rubio.
Árásin sem rætt var um í hópspjallinu var gerð 15. mars á Húta í Jemen. Hið minnsta 31 var drepinn og 101 særður.
Nafnalisti
- Marco Rubioöldungadeildarþingmaður
- Mike Waltzrepúblikani
- Pete Hegseth
- Signalsamskiptaforrit
- Vancedyggur stuðningsmaður Trumps
- Varnarmálaráðuneyti BandaríkjannaPentagon
- Þjóðaröryggisráðgjafi BandaríkjastjórnarH.R. McMaster
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 129 eindir í 8 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 87,5%.
- Margræðnistuðull var 1,69.