Guðmundur Fertram fjárfestir í Founders Ventures
Ritstjórn Viðskiptablaðsins
2025-04-03 19:43
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Fjárfestingafélagið FnFI ehf., í eigu Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar stofnanda Kerecis og fjölskyldu hans, hefur bæst í hluthafahóp Founders Ventures og tekur Guðmundur Fertram sæti í fjárfestingaráði sjóðsins.
Founders Ventures veitir sprotafyrirtækjum á grunnstigi fjármagn og styður stofnendur þeirra með ráðgjöf og ýmiskonar úrræðum til vaxtar og framþróunar, með það að markmiði að styrkja orðspor Íslands sem miðstöð nýsköpunar- og frumkvöðlastarfs.
Meðal fyrirtækja sem Iceland Venture Studio Fund II sjóðurinn styður þegar við stofnendur í, er Humble sem er vettvangur sem vinnur gegn matarsóun og dregur úr kostnaði í matvælaiðnaðinum, og ALDIN Biodome sem vinnur að uppbyggingu sjálfbærs visthvolfs í Reykjavík. Þessar fjárfestingar eru sagðar endurspegla áherslur sjóðsins á að styðja við íslenska frumkvöðla sem stuðli að nýsköpun og sjálfbærni.
Sjá einnig]] Humble tryggir sér 40 milljóna fjármögnun
Stofnandi Founders Ventures sjóðanna er Bala Kamallakharan sem verið hefur áberandi í íslensku frumkvöðlaumhverfi undanfarin ár. Hann hefur unnið að því að efla frumkvöðlastarf og nýsköpun allt frá fjármálahruninu 2008, en Bala er stofnaði t.a.m Startup Iceland ráðstefnuna sem hóf göngu sína 2012.
Um er að ræða annan sjóð sjóðsstjórans en sá fyrsti hét Iceland Venture Studio.
Guðmundur Fertram gengur til liðs við Bre Pettis, stofnanda MakerBot og áhrifamann í Maker-hreyfingunni og aðra frumkvöðla í fjárfestingaráðinu.
„Undanfarin áratug hefur orðið til reynsla í Kerecis, bæði hjá mér sem og hjá meðstofnendahópnum og fjölmörgum starfsmönnum fyrirtækisins á sviði nýsköpunar og uppbyggingar. Það er mikilvægt að þessi reynsla komist áfram og verði til þess að hjálpa næstu kynslóð frumkvöðla að skapa verðmæti og áhrif,“ sagði Guðmundur Fertram. „Ég hlakka til að vinna með Bala, Bre og öðrum í Founders Ventures.“
Sjá einnig]] Guðmundur Fertram fjárfestir í Defend Iceland
„Guðmundur Fertram býr að mikilli reynslu sem stofnandi og frumkvöðull, bæði frá Kerecis sem og frá öðrum frumkvöðlaverkefnum. Árangur hans í Kerecis og skilningur á vegferð stofnenda við að byggja upp alþjóðlegt fyrirtæki er mikilvæg fyrir sjóðinn.“ og bætir við „Við erum viss um að þekking hans muni hjálpa okkur við að velja úr verkefnum sem að Founders Ventures ákveður að taka þátt í, ásamt því að styðja við vegferð þeirra fjölmörgu stofnenda sem leiða þau fyrirtæki sem Founders Ventures fjárfestir í,“ segir Bala Kamallakharan.
Nafnalisti
- ALDIN Biodomeyfirbyggður borgargarður sem rísa mun við Elliðaárdalinn norðan Stekkjabakka
- Bala Kamallakharanfjárfestir
- Bre Pettis
- Defend Iceland
- Founders Ventures
- Guðmundur Fertram SigurjónssonForstjóri og stofnandi Kerecis
- Humblesmáforrit
- Iceland Venture Studioíslenskt fjárfestingarfyrirtæki
- Iceland Venture Studio Fund II
- Kerecisíslenskt lækningavörufyrirtæki
- Startup Icelandfrumkvöðlaráðstefna
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 368 eindir í 16 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 62,5%.
- Margræðnistuðull var 1,71.