Stjórnmál

Brostnar vonir Viðreisnar

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-03-16 09:17

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkurborgar hefur sannarlega ekki setið auðum höndum frá því hann tók við völdum.

Eitt af hans fyrstu verkum var slá út af borðinu möguleikann á því Róbert Wessman og félagar hjá Alvotech, eða hvað annað fyrirtæki, hafi möguleika á því leysa leikskólavandann sem Samfylkingunni og fylgihnöttum hennar í meirihlutasamstarfi síðustu ára hefur mistekist finna lausn á. Áhyggjur af því fyrirtækjaleikskólar myndu bjóða leikskólakennurum hærri laun virðist það sem truflar nýjan meirihluta mest.

Þá samþykkti borgarráð tillögu ofurlaunakonunnar Heiðu Bjargar Hilmisdóttur um kaup á hlutum Orkuveitunnar og Faxaflóahafna í Malbikunarstöðinni Höfða. Þar með verður malbikunarstöðin í 100% eigu borgarinnar og fagna útsvarsgreiðendur því vafalaust gullgæs renni þeim ekki úr greipum.

Eitt af fáum hægrimálum sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Viðreisn fékk setja á dagskrá á sjö árum sínum í meirihlutasamstarfi með vinstriflokkum var stefnt skildi á sölu á Malbikunarstöðinni Höfða. Það gekk ekki betur en þetta.

Huginn og Muninn er einn af föstu skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.

Nafnalisti

  • Alvotechíslenskt líftæknilyfjafyrirtæki
  • Heiða Björg Hilmisdóttirformaður
  • Muninnfóðurprammi
  • Róbert Wessmanstjórnarformaður Alvotech
  • Þórdís Lóa Þórhallsdóttirfráfarandi formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 180 eindir í 9 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 66,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,63.