EfnahagsmálViðskipti

Tollastríðið gæti vel haft á­hrif á lífs­kjör al­mennings

Árni Sæberg

2025-03-26 12:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Hætta er á áhrif tollastríðs Bandaríkjanna og annarra ríkja nái til Íslands með beinum eða óbeinum hætti. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir mikla óvissu í alþjóðamálum geta reynt á viðnámsþrótt þjóðarbúsins. Seðlabankastjóri segir mikinn viðnámsþrótt í efnahagskerfinu en tollastríð gæti þó haft neikvæð áhrif á lífskjör almennings.

Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin var út í morgun segir fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi markaðsfjármögnun greitt. Hins vegar mikil óvissa uppi í alþjóðamálum. Nefndin vísar þar greinilega til væringa í samskiptum Bandaríkjanna við Evrópusambandið, Kanada, Kína og fleiri ríki og tollastríðs á milli þeirra.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir áhrif tollastríðs eiga eftir koma í ljós. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir ræddi við hann loknum blaðamannafundi í morgun.

Það liggur fyrir við erum lítil þjóð sem er háð útflutningi. Þannig bara orðið tollar og viðskiptastríð kemur mjög illa við okkur. Það er ekkert sem bendir til þess þetta muni lenda á okkur sérstaklega en við vitum það ekki. En auðvitað höfum við aðeins áhyggjur af þessu.

Unni hafi verið markvisst því byggja upp viðnámsþrótt

Þá segir hann unnið hafi verið markvisst því byggja upp viðnámsþrótt til þess takast á við afleiðingar utanaðkomandi óvissuþátta.

Við höfum lagt á það höfuðáherslu á byggja upp viðnámsþrótt hjá þjóðarbúinu, til þess geta staðist áföll. Bæði með því takmarka skuldasöfnun hjá heimilum og fyrirtækjum, láta bankana vera með mikið eigið , vera með stóran gjaldeyrisvaraforða. Við erum líka reyna byggja upp viðnámsþrótt hvað varðar greiðslumiðlun í landinu.

Almenningur gæti fundið fyrir áhrifum

Þrátt fyrir þennan viðnámsþrótt ekki útilokað tollastríð komi niður á lífskjörum almennings. Ísland ekki hluti af tollabandalagi Evrópusambandsins og því liggi bein áhrif ekki fyrir. Það möguleiki þau verði einhver sem og það alltaf möguleiki á eitthvað fleira gerist í alþjóðamálunum.

Það er mjög mikilvægt íslenska þjóðin átti sig á því lífskjör okkar velta á því hvað okkur tekst framleiða og selja í útlöndum. Þannig við getum ekki einangrað þjóðina frá öllum áföllum. Ef verðmæti okkar útflutnings minnkar vegna þessa stríðs þá mun það koma niður á lífskjörum. Við getum ekki komið í veg fyrir það þó við getum reynt tryggja stöðugleika á fjármálamarkaði og svo framvegis, þá er þetta áhætta sem þjóðin verður bera.

Nafnalisti

  • Ásgeir JónssonSeðlabankastjóri
  • Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttirfréttamaður okkar

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 429 eindir í 26 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 26 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,60.