Trump tilkynnir 25% tolla á alla innflutta bíla
Ragnar Jón Hrólfsson
2025-03-26 23:15
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
25% innflutningstollur verður lagður á alla bíla sem fluttir eru inn til Bandaríkjanna. Þetta tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í kvöld og tók fram að tollarnir tækju gildi 2. apríl.
„Það sem við erum að gera er að setja 25% tolla á alla bíla sem eru ekki framleiddir í Bandaríkjunum. Ef þeir eru framleiddir í Bandaríkjunum verða engir tollar,“ sagði Trump sem tók fram að tollarnir myndu leiða til mikils vaxtar fyrir bílaiðnaðinn í Bandaríkjunum og að þeir myndu leiða til aukinna fjárfestinga og að fleiri störfum innan iðnaðarins.
Þá verði einnig strangar reglur settar um framleiðslu bíla til þess að koma í veg fyrir að fyrirtæki láti framleiða bíla að mestu utan Bandaríkjanna en láti klára þá innan þeirra til þess að komast hjá tollum.
Mark Carney forsætisráðherra Kanada brást ókvæða við tilkynningu Trumps og sagði hana beina árás gegn Kanada. „Við munum verja verkamenn okkar, við munum verja fyrirtækin okkar og við munum verja landið okkar,“ sagði hann stuttu eftir að Trump tilkynnti um tollana í kvöld.
Bandaríkin fluttu inn um átta milljón bíla á síðasta ári að andvirði um 240 milljarða bandaríkjadolla. Flestir þeirra bíla sem seldir eru til Bandaríkjanna koma frá Mexíkó en þar á eftir koma Suður-Kórea, Japan, Kanada og Þýskaland.
Mark Carney, forsætisráðherra Kanada. EPA-EFE/KAMARA MOROZUK
Suður-kóreska bílafyrirtækið Hyundai tilkynnti stuttu fyrir tilkynningu Trump að það hygðist fjárfesta í stálverksmiðju í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum fyrir alls 21 milljarð bandaríkjadollara. Trump sagði þetta merki um að innflutningstollastefna hans væri að bera árangur.
Hagfræðingar hafa þó bent á að tollarnir muni hafa ófyrirséðar afleiðingar og gætu kúvent bílaframleiðslu á heimsvísu.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- KAMARA MOROZUK
- Mark Carneybankastjóri Englandsbanka
- Suður-Kóreatalið eitt af sigurstranglegustu liðum mótsins
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 281 eind í 14 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 92,9%.
- Margræðnistuðull var 1,83.