Veður

Leik­dagur með Gumma og Kjartani: Lá við milli­ríkja­deilu á pizza­stað í Kó­sovó

Aron Guðmundsson

2025-03-20 12:57

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Það er komið leikdegi í Pristina í Kósovó en það er þar sem íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur vegferð sína undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar gegn heimamönnum í kvöld í umspili um laust sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar.

Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður hitar hér rækilega upp fyrir leikinn ásamt sérfræðingunum Guðmundi Benediktssyni og Kjartani Henry Finnbogasyni sem lýsa herlegheitunum í kvöld en um fyrri leik Íslands og Kósovó er ræða í umspilinu. Seinni leikurinn fer fram í Murcia á sunnudaginn kemur.

Það var nóg ræða um enda mikið gerst á milli landsliðsverkefna. Nýr þjálfari, nýr fyrirliði, sterkir leikmenn snúa til baka og ekki skafið af neinu í upphitun strákanna.

Það er uppselt á leik kvöldsins hér í Pristina sem tekur um fjórtán þúsund manns í sæti. Kjörið hita upp fyrir kvöldið með því horfa á upphitun strákanna á leikdegi sem sjá hér fyrir neðan.

Leikur Kósovó og Íslands er sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkan korter í átta í kvöld.

Nafnalisti

  • Arnar Gunnlaugssonþjálfari
  • Aron Guðmundssoníþróttablaðamaður Fréttablaðsins
  • B-deild1. sæti
  • Guðmundur Benediktssonumsjónarmaður Stúkunnar
  • Kjartan Henry Finnbogasongestur Íþróttavikunnar sem kemur út
  • Pristinahöfuðborg
  • Stöð 2 Sporthluti af Sportpakkanum

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 171 eind í 8 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 87,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,94.