Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans.
Árni Sæberg
2025-03-20 12:33
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, veitir fyrsta spilastokknum sem tileinkaður er Riddurum kærleikans og Minningarsjóði Bryndísar Klöru viðtöku á málþingi á Alþjóðlega hamingjudaginn sem haldið er í Hátíðarsal Háskóla Íslands klukkan 13:00 þar sem yfirskriftin er: Kærleikur og samkennd — mikilvægi félagslegra tengsla fyrir hamingju og velsæld. Málþingið má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi.
Á málþinginu verður farið yfir hvar Ísland er á listanum yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Einnig munu forseti Íslands, Halla Tómasdóttir og dr. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsu hjá embætti landlæknis, eiga samtal um hamingju, samkennd og Riddara kærleikans. Þar að auki verða kynntar nýjar niðurstöður um líðan, tengsl og öryggi barna eftir fjárhagsstöðu. Við heyrum frá fulltrúa unga fólksins og lærum um félagslega töfra. Edda Björgvinsdóttir mun leiða hamingjudans og Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtogi Sjálfbærs Íslands, mætir með gítarinn og spilar undir fjöldasöng. Þá verða pallborðsumræður um karlmennsku og kærleik sem dr. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, stýrir.
Fundarstjóri er Elín Hirst.
Embætti landlæknis skipuleggur málþingið í samvinnu við Endurmenntun Háskóla Íslands og eru öll velkomin á meðan að húsrúm leyfir.
Beina útsendingu frá málþinginu má sjá hér að neðan:
Dagskrá:
13:00 Opnunarávarp-María Heimisdóttir, landlæknir
13:10: Arinspjall með forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur og dr. Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur um hamingju, samkennd og Riddara kærleikans.
13:40: Jöfnuður til farsældar: Líðan, tengsl og öryggi barna eftir fjárhagsstöðu, Sigrún Daníelsdóttir, verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis
13:55: Auðmýkri, opnari og mildari, Hera Fönn Lárusdóttir, nemandi við Grunnskólann í Hveragerði
14:10: Hamingjudans leiddur af Eddu Björgvinsdóttur
14:30 Hamingjustund-tengsl-ávextir og kaffi
15:00 Félagslegir töfrar-Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands
15:20: Pallborðsumræður: Karlmennska og kærleikur. Ásmundur Einar Daðason, fyrrum mennta- og barnamálaráðherra, Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtogi sjálfbærs Íslands hjá forsætisráðuneytinu, Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og Kári Einarsson, forseti Nemendafélags Verslunarskóla Íslands.
15:50 Fjöldasöngur-Gítar: Eggert Benedikt Guðmundsson leiðir
Nafnalisti
- Ásmundur Einar Daðasonþáverandi félags- og barnamálaráðherra
- Bryndís Klara
- Dóra Guðrún Guðmundsdóttirsviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis
- Edda Björgvinsdóttirleikkona
- Eggert Benedikt Guðmundssonformaður starfshópsins Aðgengi
- Elín Hirstþáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins
- Halla Tómasdóttirfyrrverandi forsetaframbjóðandi
- Hera Fönn Lárusdóttir
- Kári Einarssonnemandi í 10. bekk Laugalækjarskóla
- María Heimisdóttirforstjóri Sjúkratrygginga
- Sigrún Daníelsdóttirverkefnastjóri hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu
- Viðar Halldórssonprófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 322 eindir í 22 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 59,1%.
- Margræðnistuðull var 1,50.