Maður sem lenti í Akraneshöfn enn þungt haldinn á gjörgæslu

Þorgerður Anna Gunnarsdóttir

2025-03-07 15:32

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

RÚV/Ragnar Visage

Karlmaður liggur enn þungt haldinn á gjörgæslu eftir alda hreif hann með sér ofan í höfnina á Akranesi á mánudag. Þetta staðfestir vinnuveitandi mannsins, Bergþór Jóhannsson, forstjóri Hagtaks.

Annar maður lenti einnig í höfninni en komst aftur upp á bryggju af sjálfsdáðum og varð ekki meint af.

Tveir bílar höfnuðu einnig í höfninni og voru þeir hífðir á land á miðvikudag. Maðurinn sem er á gjörgæslu var í öðrum bílanna þegar aldan hreif þá með sér.

Nafnalisti

  • Bergþór Jóhannssonfélagi
  • Ragnar Visageljósmyndari RÚV

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 87 eindir í 6 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,54.