Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“
Margrét Helga Erlingsdóttir
2025-03-05 19:13
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
VÆB æði hefur gripið yngri kynslóðina og öskudagsbúningar barnanna báru þess sannarlega merki í dag þar víða mátti sjá glitta í speglagleraugu og silfurklæði. Einnig sást til íkorna, Squid Game persóna og Donalds Trump í öskudagsfjöri.
Fréttastofa skellti sér í Kringluna og á öskudagsgleði Nóa Síríus þar sem VÆB strákarnir héldu tvenna tónleika. Fjölmargir voru í VÆB búningum.
VÆB-bræðurnir Hálfdán Helgi og Matthías Davíð.
„Við fáum sendar myndir af fólki í VÆB-göllum. Þetta er bara geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt,“ segja bræðurnir.
Þeir segja að VÆB sé lífsstíll.
„Það stendur náttúrulega fyrir virðingu, æðruleysi og bullandi stemningu!“
Í fréttinni er hægt að sjá viðtalið við VÆB bræðurna og flotta krakka í alls konar skemmtilegum búningum sem gerðu sér lítið fyrir og sungu fyrir fréttateymi Stöðvar 2.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Hálfdán Helgibróðir
- Matthías Davíðbróðir
- Nóa Síríusrjómasúkkulaði
- Squid Gamesuðurkóresk þáttaröð
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 141 eind í 12 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 75,0%.
- Margræðnistuðull var 1,51.