Áslaug Arna svarar fyrir sig í tengdamóðurmálinu - „Flestir sjá í gegnum samsæriskenningar“
Ritstjórn DV
2025-03-22 19:37
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
„Flestir sjá í gegnum samsæriskenningar og tilraunir til þess að láta vandræði ríkisstjórnarinnar snúast um Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í FB-færslu þar sem hún svarar fyrir ásakanir um að hún hafi lekið í fjölmiðla máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra.
Eins og flestir vita varðar málið samband Ásthildar við ungling á 16. ári er hún sjálf var 22 ára, fyrir 36 árum, en hún eignaðist barn með piltinum. Fyrrverandi tengdamóðir piltsins nefnir að meðal þeirra sem hún hafði samband við vegna málsins var Áslaug Arna. Óskaði konan eftir fundi með forsætisráðherra um málið. Sumir hafa undrast þögn Áslaugar um þetta mál sem mörgum Sjálfstæðismönnum hefur orðið tíðrætt um og hafa tengt þögn hennar við mögulegan leka.
Sjá einnig: Össur kallar eftir að RÚV kanni hlut Áslaugar Örnu
Áslaug Arna segir á Facebook-síðu sinni:
„Flestir sjá í gegnum samsæriskenningar og tilraunir til þess að láta vandræði ríkisstjórnarinnar snúast um Sjálfstæðisflokkinn. En eins og oft áður treysta margir á þá aðferð þegar vandræðin hrannast upp í eigin garði.
Mér er ljúft og skylt að greina frá því að ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls.
Það er hins vegar rétt að Ólöf hafði samband við mig með tölvupósti þann 14.03 sl. og óskaði eftir að ég hringdi í sig vegna mennta- og barnamálaráðherra. Ég hafði ekki samband við Ólöfu og hef ekki enn gert.
Það er samt eitthvað fyndið, eða að minnsta kosti broslegt, við það að þrautreyndir smjörklípumenn eins og Össur Skarphéðinsson og Kristján Möller bíði spenntir eftir viðbrögðum frá mér vegna þessa máls.
Sannast þá ef til vill hið fornkveðna, að margur heldur mig sig.
Væri ekki nær fyrir smjörklípuherrana að kalla eftir viðbrögðum úr eigin röðum eða frá Viðreisn — hvers þingmenn sitja með Flokki fólksins í ríkisstjórn? Fremur en að amast út í „hinn fallna formannskandídat“ eins og þeir orða það svo smekklega?
En fyrst ég er látin bregðast sérstaklega við enn öðru vandræðamáli ríkisstjórnarinnar, þá finnst mér ekkert nema eðlilegt að spurningar vakni þegar klúður á klúður ofan einkennir fyrstu 100 daga stjórnarinnar. Þar er nefnilega af nægu að taka og kannski eðlilegt að menn hrökkvi í kút og reyni að bæta böl sitt með að benda á aðra.
Spurningin sem eftir stendur er sú hver það er sem ber raunverulega ábyrgð á því að einstaklingur, sem hefur samband við forsætisráðherra í góðri trú, er svikinn um trúnað og endar með annan ráðherra í ríkisstjórn hjá sér í óumbeðnu kvöldkaffi eftir að hafa setið undir símtalaflóði frá ráðherranum dagana á undan.
Sami fráfarandi ráðherra hefur einmitt staðfest það að hafa fengið upplýsingar um Ólöfu og málið frá aðstoðarmanni forsætisráðherra — raunar nokkrum dögum áður en ég fæ tölvupóst sendan.
Umræðan á að snúast um ábyrgð en ekki útúrsnúninga. Það lærist smjörklípustrákunum líklega seint úr þessu.“
Nafnalisti
- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttirnýsköpunarráðherra
- Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
- Facebook-síðufylgdi pistli um sumarskrifstofu samgönguráðherrans Ketil Solvik-Olsen, þegar lesandi benti á í athugasemd að skrifstofunni, fjölsæta bifreið með sportlegum reiðhjólum áfestum, var einmitt lagt á akrein sem ætluð er þeim síðarnefndu
- Kristján Möllerþingmaður Samfylkingarinnar
- Ólöfdeildarstjóri í samgönguráðuneytinu 1996-1999 og síðan lögfræðingur hjá Verðbréfaþingi Íslands
- Össurstoðtækjafyrirtæki
- Össur Skarphéðinssonþingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 486 eindir í 22 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 19 málsgreinar eða 86,4%.
- Margræðnistuðull var 1,66.