Stjórnmál

Samtalið „verður ekkert viðrað hér í smáatriðum“

Ritstjórn mbl.is

2025-03-24 16:05

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir verði sjálf segja frá því hvers vegna hún sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í liðinni viku. Samtal okkar þriggja á milli verður ekkert viðrað hér í smáatriðum. Auðvitað eru ýmsir þættir málsins sem eru ræddir.

Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag þar sem afsögn Ásthildar Lóu og viðbrögð ríkisstjórnarinnar voru mál málanna.

Hvaða aðrir valkostir voru ræddir?

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði ráðherra hvaða aðrir valkostir hefðu komið til tals á milli Ásthildar Lóu og formanna ríkisstjórnarflokkanna.

Forsætisráðherra hefur ekki gert grein fyrir hvaða aðrir valkostir voru ræddir, ef einhverjir voru, eða hvað í málinu leiddi til þessarar niðurstöðu. Það er mikilvægt þingið og þjóðin fái skýr svör. Hvers vegna var það mat forsætisráðherra og samstarfsflokkanna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skyldi víkja úr embætti og hvaða aðrir kostir voru í raun til skoðunar áður en ákvörðun var tekin, spurði Guðrún.

Ýmsir þættir málsins ræddir

Kristrún svaraði og sagði það væri í grundvallaratriðum í hendi fyrrverandi ráðherra segja frá því hvers vegna hún hefði tekið þá ákvörðun segja af sér.

Samtal okkar þriggja á milli verður ekkert viðrað hér í smáatriðum. Auðvitað eru ýmsir þættir málsins sem eru ræddir. Ég held það liggi alveg fyrir, eins og hefur bara víða komið fram, enda hefur þetta mál verið viðrað mjög rækilega og allar upplýsingar borist, það er á þessum fundi sem ég og formaður Viðreisnar fáum í fyrsta skipti frásögn þáverandi ráðherra af þessari stöðu. Þetta er í fyrsta skipti sem við ræðum við hana um þetta mál og stór hluti fundarins fer einfaldlega í fara yfir málið, segir Kristrún.

Kristún tók fram það lægi fyrir og hún hefði áður sagt það sjálf opinberlega, og Ásthildur Lóa væri einnig meðvituð um það, það hefðu ekki verið eðlileg viðbrögð hjá henni ákveða banka upp á hjá konunni sem hratt málinu af stað.

Ekki eðlileg hegðun hjá ráðherra

Ég held það geti allir tekið undir það er ekki eðlileg hegðun af hálfu ráðherra í þessu samhengi. Þannig það eitt og sér finnst mér umhugsunarvert hjá manneskju í slíkri stöðu. Hún áttaði sig á því og var líka meðvituð um það.

Síðan vil ég bæta því við algjörlega óháð því hvað í grundvallaratriðum réð hennar afstöðu, því það er ekki mitt segja frá því hvað dreif hennar ákvarðanatöku í grundvallaratriðum, þá liggur það auðvitað fyrir þegar upp koma svona mál þá taka þau á og fólk þarf einfaldlega tíma til jafna sig, sagði Kristrún.

Snýst um ráðherrann sem sat og gerði ekkert

Guðrún sagði svar hennar hefði vakið upp fleiri spurningar en svör.

Förum aðeins yfir þetta. Hér segir hæstvirtur forsætisráðherra þarna hafi á þessum fimmtudegi formenn flokkanna í fyrsta sinn heyrt af þessari frásögn. En það er staðreynd forsætisráðherra og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, háttvirtur þingmaður, hittust nokkrum sinnum dagana 13.20. mars og það hefði verið bæði mögulegt og eðlilegt spyrja hana út í málið án þess brjóta trúnað. Engin formleg athugun virðist hafa farið fram, ekkert mat, engin viðtöl, engin greining. Eina ákvörðunin sem virðist hafa verið tekin er hafna fundarbeiðni frá þeim sem hafði komið með upplýsingarnar og ýta ráðherranum í farveg afsagnar.

Ég vil því spyrja aftur: Ef forsætisráðherra taldi málið svo alvarlegt það réttlætti afsögn ráðherrans, hvers vegna gerði hæstvirtur forsætisráðherra ekkert í heila viku? Var þetta vanmat á alvöru málsins eða von um það gengi yfir án frekari umræðu? Þetta snýst ekki lengur um ráðherrann sem vék, þetta snýst um ráðherrann sem sat og gerði ekkert, sagði Guðrún.

Ósammála því ekkert hafi verið gert

Kristrún tók fram um gífurlega viðkvæmt mál væri ræða sem hefði átt sér stað fyrir 35 árum.

Ég held það hljóti allir hér inni vera sammála því þegar inn í ráðuneyti berst svona frásögn frá þriðja aðila, sem er ekki aðili máli, þá er rétt vanda til verka. Það er rétt vanda til verka og ég held við hljótum öll vera meðvituð um það, eftir fréttir síðustu daga, það er ekki augljóst hvernig þú ferð af stað í máli sem berst frá þriðja aðila, þú takir upp símann og ræðir umrætt mál beint við ráðherra áður en þú aðhefst, þar með talið er ekki verið taka afstöðu til málsins. Það voru sex dagar liðnir frá því erindið kom inn í forsætisráðuneytið, þar með talið er helgi þarna á milli. Þó stjórnsýslan hafi ekki hreyft sig í ákvarðanatöku í þessu máli eftir sex daga þýðir það ekki ekkert hafi verið gert, sagði Kristrún.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Guðrún Hafsteinsdóttirfyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins
  • Kristrún Frostadóttirformaður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 847 eindir í 37 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 35 málsgreinar eða 94,6%.
  • Margræðnistuðull var 1,71.