„Ég tók bara allt of djúpt í árinni“

Grétar Þór Sigurðsson

2025-03-14 12:41

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir ummæli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra vera mjög óheppileg og ekki góð.

Í gær sagði Ásthildur Lóa hún væri löngu hætt gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum. Þau orð lét hún falla eftir héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði henni í óhag í máli hennar gegn sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

Þorbjörg Sigríður segir það Ásthildar Lóu svara fyrir ummælin.

Ég er auðvitað dómsmálaráðherra í þessari ríkisstjórn og ég ber fullt traust til íslenskra dómstóla og finnst mjög óheppilegt talað með öðrum hætti. Ég hef rætt um þetta mál við viðkomandi ráðherra og lít svo á þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins en hún verður auðvitað sjálf svara fyrir þessi ummæli.

RÚV/Ragnar Visage

Í gær sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum dómsmálaráðherra, ummæli Ásthildar Lóu grafa undan dómskerfinu.

Spurð um hvort ummæli Ásthildar Lóu grafi undan dómskerfinu segir Þorbjörg Sigríður: Þessi ummæli eru óheppileg, mjög óheppileg. Afstaða mín sem dómsmálaráðherra um traust til íslenskra dómstóla liggur fyrir og eins og ég segi. Menntamálaráðherra útskýrir það betur hvað hún átti við og í hvaða samhengi ummælin féllu. En þetta eru ekki góð ummæli.

Sér eftir ummælunum

Ásthildur Lóa segir hún hafi verið mjög svekkt með niðurstöðu héraðsdóms þegar orðin voru látin falla.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málaferla hennar og eiginmanns hennar. RÚV/Ragnar Visage

Ég tók bara allt of djúpt í árinni, ég gerði það. Ég var bara mjög svekkt og þetta er búin vera margra ára barátta, þannig ég var bara mjög svekkt. En ég get að sjálfsögðu ekkert fullyrt um dómstóla eða réttlæti almennt þó ég ekki sátt við niðurstöðuna í mínu máli.

Sérðu eftir þessum ummælum?

Jájá, ég geri það, segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra.

Nafnalisti

  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttirnýsköpunarráðherra
  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Ragnar Visageljósmyndari RÚV
  • Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttirþingmaður Viðreisnar

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 318 eindir í 21 málsgrein.
  • Það tókst að trjágreina 18 málsgreinar eða 85,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,61.