Fimmtungi unglingspilta í nöp við feminísta, vegan og trans

Freyr Gígja Gunnarsson

2025-04-02 09:32

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Sjónvarpsþættirnir Adolescence, sem sýndir eru á Netflix, hafa hlotið einróma lof. Þeir þykja afburðavel leiknir, skrifaðir og ekkert síður mikið tæknilegt afrekhver þáttur er tekinn upp í einni töku.

Úr hvaða heimi spratt Jamie?

Umfjöllunarefni þáttanna hefur kveikt umræðu um allan heim; hvað eru börnin okkar gera á netinu, hvaða efni eru þau skoða? Og til stendur sýna þættina í öllum grunnskólum Bretlands.

Adolescence er saga hins þrettán ára Jamie Miller sem myrðir bekkjasystur sína á hrottalegan hátthann er undir sterkum áhrifum manosphere, mannhvelsins og incelkarla sem eru skírlífir gegn vilja sínum og finnst það vera konum kenna; 80 prósent kvenna hrífist af tuttugu prósent karla og þess vegna eigi þeir ekki sjens, þær skuldi þeim kynlíf. Þetta er menning sem er gegnumsýrð af andúð á konum og valdeflingu þeirra.

Áhorfendur kynnast Jamie sem hræddum unglingspilt sem pissar á sig af hræðslu þegar sérsveitin handtekur hann á heimili fjölskyldunnar en þeir líka sjá and-feminíska og hortuga Jamie þegar hann stendur augliti til auglitis við sálfræðing sem á meta hann; unga, sterka og sjálfstæða konu.

Eftirlit foreldra þarf fylgja

Jamie, skrifaði Jack Thorne, annar af höfundum þáttanna í aðsendri grein á Guardian, er ekki bara afsprengi hættulegrar hugmyndafræði heldur afsprengi foreldra sem sáu ekki, skóla sem stóð á sama og heila sem stoppaði hann ekki. Þetta er bara það sem við erum fylgjast með á hverjum degi. Þetta eru þær áhyggjur sem við höfum í dag; þegar börn og unglingar í hendurnar tæki og miðla í hendurnar til höndla eða nota, segir Skúli Bragi Geirdal, sérfræðingur í upplýsinga- og miðlalæsi.

Skúli telur við nálgumst það efni sem börn og ungmenni horfa á af of mikilli léttúð. Hvaða áhrif hefur þetta á einstaklinga sem hafa ekki þroska til meðtaka það efni sem þau eru horfa á?

Við, fullorðna fólkið, séum hálfbarnaleg þegar komi því efni sem er aðgengilegt börnum og ungmennum á netinu, börn í þriðja, fjórða og fimmta bekk horfi á efni með foreldrum sínum sem bannað innan sextán ára og þyki það ekkert tiltökumál. Skúli hefur heyrt af ungum strákum sem horfi alltaf á eitt hryllingsmyndband fyrir svefninn svo þeir fái ekki martraðir eða verði betur undirbúnir sjá eitthvað hræðilegt efni. Hvernig börn aðgang þessu efni? Það skortir uppá eftirlitið, eftirlit foreldra og við áttum okkur á því efni sem aldursmetið er ekkert fyrir börn.

Færri krakkar á Snapchat og Tiktok

Skúli segir öll merki benda til þess samfélagið þurfi bregðast við; það hafi þegar verið gert með fræðslu og vitundarvakningu og það hafi borið árangur; hlutfall barna níu til tólf ára á snapchat og tiktok lægra en 2021 sem jákvætt og skólar hafi beðið um fræðslu og sett þessi mál á dagskrá. En heimilin þurfa líka fylgja með. Eftirliti foreldra er ábótavant. Við sjáum börn geta nálgast sem þau hafa ekki þroska eða aldur til meta. Og þau eru líka með falska aðganga, fjórðungur barna í 6. til 10 bekk hefur viðurkennt hafa verið með falskan aðgang á samfélagsmiðlum.

Fyrir okkur miðaldra fólkið var eitt atriði í þáttunum sérstaklega eftirminnilegt; þegar sonur lögreglumanns sem rannsakar morðið, tekur föður sinn afsíðis, útskýrir fyrir honum hann skilji ekkert um hvað málið snúist, hann viti ekki einu sinni hvað tjáknin þýði sem börnin noti á samfélagsmiðlum.

Skúli á samtöl við ungmenni um þessi tjákn og þau leggja mismunandi þýðingu í þau, þetta getur verið á milli landa og jafnvel líka á milli aldurshópa. Unglingar í framhaldsskóla leggja kannski ekki sömu merkingu í tjákn og börn í grunnskóla. Þannig þetta flækir samskiptin.

Unglingsdrengjum illa við vegan og trans

Neteinelti er líka hluti vandanum, Skúli rifjar upp hann sjálfur hafi orðið fyrir barðinu á einelti þegar hann var í grunnskóla, því hafi samt lokið þegar hann kom heim til sín.

Í dag eineltir eineltið krakkana heim og upp í rúm og oft vita krakkar ekkert hver er þarna baki. Falskir aðgangar eru nýttir til stríða vinum eða senda skilaboð sem þau vita þau mega ekki senda en skýla sér á bakvið falska aðganginn.

Skúli segir það samt jákvætt mælingar hafi sýnt dregið hafi úr þessari hegðun, bæði hjá strákum og stelpum, í grunnskóla og framhaldsskóla.

En þótt þetta séu jákvæð teikn eru líka ýmis óveðurský sem ástæða er til hafa augun á. Hóparnir sem unglingsdrengjum mislíkar mest við eru femínistar, vegan og trans. Og við erum tala um 22 til 28 prósent. Þessar niðurstöður tala vel inn í umræðuna um eitruðu karlmennsku, Andrew Tate, Incel-hugmyndina.

Nafnalisti

  • Andrew Tateumdeildur áhrifavaldur
  • Jack Thorne
  • Jamiegóður maður
  • Jamie Miller
  • Skúli Bragi Geirdalverkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd
  • Tiktoksamfélagsmiðill

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 849 eindir í 37 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 31 málsgrein eða 83,8%.
  • Margræðnistuðull var 1,77.