Arnar ræðir samtal sem hann átti við Gylfa Þór fyrir nokkru - „Gylfi er bara þannig gerður“
Helgi Fannar Sigurðsson
2025-03-12 16:00
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Arnar Gunnlaugsson valdi Gylfa Þór Sigurðsson ekki í fyrsta hóp sinn sem landsliðsþjálfari. Ástæðan er sú að hann spilar á Íslandi þar sem nú er undirbúningstímabil.
Gylfi Þór, sem af flestum er talinn besti landsliðsmaður sögunnar, gekk í raðir fyrrum liðs Arnars í Víkingi frá Val á dögunum.
„Á tímapunkti kom það til greina en svo ferðu að meta kosti og galla. Því miður er þetta blessaða undirbúningstímabil á Íslandi ekki kjörið til að spila svo landsleiki. Hann er örugglega ekki sammála mér í því en í þessu tilfelli taldi ég að það væri betra að gefa honum tækifæri til að koma sér í enn betra stand og vera svo klár ef kallið kemur í júní,“ sagði Arnar við 433.is í dag.
Please enable JavaScript [[play-sharp-fill
Arnar segir að Gylfi sé án efa svekktur með að vera ekki í hópnum.
„Ég átti samtal við hann fyrir mánuði eða 6 vikum síðan. Hann gerði sér klárlega vonir um að vera í þessum hópi. Gylfi er bara þannig gerður að ef kallið kæmi frá Barcelona yrði hann tilbúinn. Hann er fullur sjálfstrausts og hefur það mikla trú á sínum hæfileikum og réttlætanlega svo. En það er alltaf þjálfarinn sem ræður og því miður er ekki pláss fyrir hann í þessum hóp.“
Ítarlegt viðtal við Arnar er í spilaranum.
Nafnalisti
- Arnar Gunnlaugssonþjálfari
- Gylfi Þór Sigurðssonleikmaður Everton og íslenska landsliðsins
- Pleasevinnuheiti
- ValurÍslandsmeistari
- Víkingurknattspyrnufélag
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 231 eind í 14 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 85,7%.
- Margræðnistuðull var 1,63.