Stjórnmál

Dregur um­mælin til baka og biðst af­sökunar

Samúel Karl Ólason

2025-03-14 12:11

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segir gagnrýni vegna ummæla hennar um dómskerfið vera réttmæta í sjálfu sér. Hún biðst afsökunar á ummælum sínum um hún hefði misst alla trú á réttlæti í dómskerfinu og ítrekar hún beri traust til íslenskra dómstóla.

Þetta sagði ráðherrann þegar fréttastofa náði tali af henni eftir ríkisstjórnarfund undir hádegi. Var hún þá spurð út í ummæli sín um dómstóla í kjölfar þess hún tapaði bótamáli á hendur íslenska ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili hennar árið 2017.

Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ummæli hennar er Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu. Margir aðrir hafa gagnrýnt ummælin, eins og farið er yfir í fréttinni hér að neðan.

Þó ég ekki sátt með hvernig mín mál fóru, þá get ég svo sem ekki fullyrt eitt eða neitt um alla dómstóla og hlýt bera traust til þeirra, sagði Ásthildur Lóa.

Hún sagðist eiga eftir skoða það hvort hún ætlaði biðjast afsökunar en gerði það svo í beinu framhaldi.

Ég get alveg gert það núna, beðist afsökunar á þessum ummælum, vegna þess ég get ekkert fullyrt svona um dómstólana.

Ásthildur Lóa sagði málið ekki hafa verið rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Hún ítrekaði hún bæri traust til dómstóla landsins, þó hún hafi ekki verið sátt við niðurstöðu í sínu máli.

Varðandi það mál sagði Ásthildur Lóa engar ákvarðanir hefðu verið teknar um framhaldið.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Róbert Spanófyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 256 eindir í 12 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 91,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,61.