Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan
Óskar Ófeigur Jónsson
2025-04-04 06:01
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Það er fullt af beinum útsendingum á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á föstudögum.
Nú er komið að öðrum leiknum í tveimur einvígum í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í körfubolta.
Keflavík vann fyrsta leikinn á móti Tindastól og Grindavíkurkonur unnu fyrsta leikinn á móti Haukum. Nú þurfa Keflavíkurkonur aftur á móti að mæta í Smárann og deildarmeistarar Hauka mæta 0–1 undir í Smárann. Báðir leikir verða í beinni.
Blackburn tekur á móti Middlesbrough í hörkuleik í ensku b-deildinni og þá verður einnig sýnt frá T-Mobile Match Play golfmótinu á LPGA mótaröðinni sem og leik í bandaríska hafnaboltanum.
Það verður einnig hægt að sjá Cristiano Ronaldo og félaga í Al Nassr mæta Al Hilal í toppbaráttuslag í Sádi Arabíu.
Í nótt er síðan síðasta æfingin fyrir Japanskappaksturinn í formúlu 1 og svo seinna sjálf tímatakan þar sem barist er um hvert sæti.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.
Stöð 2 Sport
Klukkan 19.20 hefst bein útsending frá öðrum leik Grindavíkur og Hauka í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í körfubolta.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 22.00 hefst útsending frá T-Mobile Match Play golfmótinu á LPGA mótaröðinni.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 18.50 hefst bein útsending frá öðrum leik Tindastóls og Keflavíkur í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í körfubolta.
Vodafone Sport
Klukkan 16.55 hefst bein útsending frá leik Al Hilal og Al Nassr í sádi-arabísku fótboltadeildinni.
Klukkan 18.55 hefst beint útsending frá leik Blackburn og Middlesbrough í ensku b-deildinni í fótbolta.
Klukkan 22.30 hefst bein útsending frá leik Washington Nationals og Arizona Diamondbacks í MLB hafnaboltadeildinni í Bandaríkjunum.
Klukkan 02.25 hefst bein útsending frá æfingu þrjú fyrir Japanskappaksturinn í formúlu 1.
Klukkan 05.45 hefst bein útsending frá tímatöku fyrir Japanskappaksturinn í formúlu 1.
Nafnalisti
- Arizona Diamondbacks
- BlackburnBdeildarlið
- Cristiano Ronaldoknattspyrnumaður
- Hilaleinn rannsakenda
- LPGAstóra markmiðið
- MLBhafnarboltadeild
- Sádi Arabíueinræðisríki
- Stöð 2 Sporthluti af Sportpakkanum
- T-Mobile Match Play
- Vodafone Sportnafn
- Washington Nationalshafnaboltalið
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 290 eindir í 21 málsgrein.
- Það tókst að trjágreina 14 málsgreinar eða 66,7%.
- Margræðnistuðull var 1,82.