Trump sendir á þriðja hundrað til El Salvador þvert á dómsúrskurð
Iðunn Andrésdóttir
2025-03-16 19:55
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Bandaríkjamenn hafa vísað á þriðja hundrað einstaklingum frá Venesúela og Mexíkó til El Salvador gegn dómsúrskurði.
Í yfirlýsingu í gær sagðist Donald Trump Bandaríkjaforseti ætla að beita lögunum til að vísa liðsmönnum glæpagengis frá Venesúela úr landi á grundvelli laga frá átjándu öld.
Samkvæmt lögunum má forseti Bandaríkjanna vísa ríkisborgurum óvinaríkis úr landi á stríðstímum, handtaka fólk eða vísa því úr landi án málsmeðferðar. Lögunum hefur aðeins verið beitt fjórum sinnum síðan þau voru innleidd fyrir nærri tvö hundruð og þrjátíu árum, síðast í seinni heimsstyrjöld.
Alríkisdómari í Bandaríkjunum frestaði aðgerðum Trump og sagði í úrskurði sínum að orðalag í lögunum, til að mynda hugtakið innrás, eigi við fjandsamlegar aðgerðir óvinaríkja. Lögin séu því ekki góður grundvöllur fyrir brottvísunina.
„Úps… of seint núna“
Forseti El Salvador, Nayib Bukele, sagði í dag að 238 liðsmenn glæpagengisins Tren de Aragua frá Venesúela hefðu komið til landsins í morgun ásamt 23 liðsmönnum úr mexíkóska genginu MS — 13.
Bukele virðist taka á móti glæpamönnunum fegins hendi og gerði lítið úr dómsúrskurðinum á samfélagsmiðlum og tísti „Úps… of seint núna.“ Hann staðfesti að liðsmennirnir hefðu strax verið færðir í fangaklefa við komu í landinu og sagði að Bandaríkin myndu greiða sanngjarnt verð með föngunum.
Bukele hefur skorið upp herör gegn glæpagengjum í landinu á undanförnum árum og réðst í byggingu gríðarstórs fangelsis, en fjöldi mannréttindasamtaka hafa gagnrýnt lífskjör fanga í El Salvador.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- El SalvadorMið-Ameríkuríkinu
- Nayib Bukeleforseti El Salvador
- Tren de Aragua
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 240 eindir í 11 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 81,8%.
- Margræðnistuðull var 1,69.