„Við áttum ekki von á þessum stórkostlegu viðbrögðum“

Gréta Sigríður Einarsdóttir

2025-03-31 13:25

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Mun betur gengur fjármagna nýtt björgunarskip á sunnanverðum Vestfjörðum en búist var við. Umsjónarmaður björgunarbátsins segir einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki hafa tekið höndum saman.

Við áttum ekki við von á þessum stórkostlegu viðbrögðum sem við fengum. En þetta er ótrúlegt, segir Smári Gestsson, umsjónarmaður Varðar II á Patreksfirði.

Flest eldri björgunarskip Landsbjargar eru af ARUN-gerð, smíðuð á 9. áratugnum og keypt á gjafverði af Konunglegu bresku sjóbjörgunarsamtökunum þegar þau voru gerð úreld þar.

Það er ekki einu sinni klósett í gamla Arun, það er bara ein fata, bendir Smári á. Bretinn var ekkert með mikið af útbúnaði fyrir mannskapinn þarna um borð til matseldar eða annað. Þegar bátarnir komu til landsins var ekkert nema teketill um borð.

Skipin fara ekki hratt yfir, einungis um 15 mílur, og erfitt er orðið varahluti. á skipta þeim út fyrir öflugri fley.

Nýju skipin ganga á 3235 mílur sem gerir útköllin öll styttri og allt viðbragð við slysum og óhöppum það verður miklu fljótara, segir Smári. Þá er betri aðstaða, ekki bara fyrir áhöfnina heldur líka heilbrigðisstarfsfólk.

Nýr bátur kostar 360 milljónir og hluta af því þurfa svæðin afla sjálf.

Okkur leist ekkert á þetta því við þurfum borga af bátnum um 85 milljónir. Þegar ég var spurður hvað ég teldi ég myndi í mikla peninga hérna á mínu svæði giskaði ég á svona fimm milljónir, segir Smári.

Annað kom á daginn. Stór og smá fyrirtæki, kvenfélög, Lionsklúbbur eru meðal þeirra sem hafa lagt sitt af mörkum. Strandveiðisjómenn í Strandveiðifélaginu Krók hafa lagt til tæplega 30 milljónir.

Maður er stoltur af því hvað fólk hérna á sunnanverðum Vestfjörðum er ótrúlega jákvætt fyrir þessu og sér hvað þetta getur gert og hvaða áhrif þetta hefur eiga gott björgunarskip.

Nafnalisti

  • Smári Gestssonskipstjóri á Verði
  • Vörður IIbjörgunarskip

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 337 eindir í 19 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 17 málsgreinar eða 89,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,64.