Útvarp, rafhlöður, kerti og prímus í þriggja daga viðlagakassa
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir
2025-03-31 13:02
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Markmiðið með átakinu er að landsmenn séu búnir undir það að vera án rafmagns, vatns og hugsanlega án nets og síma í að minnsta kosti þrjá daga.
Til þess þarf fólk að útbúa heimilisáætlun og viðlagakassa. Í kassanum er gott að hafa útvarp, rafhlöður, kerti, eldspýtur, prímus, vasaljós, límband og verkfæri, lista yfir mikilvæg símanúmer og skyndihjálpartösku.
Þá þarf fólk að huga að mat og vatni fyrir alla á heimilinu í þrjá daga.
„Mikilvægast er að fólk hugsi aðeins að það sé tilbúið, hugsi aðeins að það geti verið heima, geti verið sjálfu sér nægt í þrjá daga, ef að neyð skapast. Þá erum við að horfa á rafmagnsleysi og vatnsleysi bæði á heitu og köldu vatni í tengslum við náttúruhamfarir,“ segir Aðalheiður Jónsdóttir teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum.
„Þannig ef það verður skortur eða rof á innviðum sem við erum vön að hafa,“ segir Aðalheiður.
Þessi tilmæli eru ekki ný af nálinni en fulltrúar Rauði krossins hafa ákveðið að dusta af þeim rykið.
„Við erum að bæta við upplýsingum inn á vefinn hjá okkur og hvetja fólk til að vera tilbúið. Það hefur verið mikið í umræðunni hvernig Norðurlöndin hin eru að búa sig, þau eru kannski að búa sig undir eitthvað annað en við. En við erum almennt að hugsa út í þessa neyð sem skapast hér á Íslandi.“
Einnig var rætt við Aðalheiði á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
Nafnalisti
- Aðalheiður Jónsdóttirteymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 260 eindir í 12 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 75,0%.
- Margræðnistuðull var 1,64.