Stjórnmál

Hætti störfum og sagði afstöðu Kennedys til bólusetninga ógna lýðheilsu

Hugrún Hannesdóttir Diego

2025-03-29 06:16

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Peter Marks, yfirmaður bólusetningadeildar matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna, hefur sagt upp störfum og sakar heilbrigðisráðherra landsins um aðför vísindalegum sannleika. New York Times og Wall Street Journal herma heilbrigðisráðuneytið hafi þrýst á Marks víkja úr starfi.

Robert F. Kenndy yngri er heilbrigðisráðherra í nýrri ríkisstjórn Donalds Trump. Hann hefur árum saman viðrað efasemdir um gagnsemi bólusetninga og meðal annars ráðlagt inntöku vítamína við mislingasmitum, sem hefur fjölgað nokkuð í Bandaríkjunum.

Marks sagði í uppsagnarbréfi hörð afstaða Kennedys varðandi bólusetningar væri óábyrg og ógn við lýðheilsu. Hann sagði ráðherrann hvorki hafa áhuga á sannleik gagnsæi og væri aðeins annt um öðlast fylgjendur.

Marks sagðist hafa ítrekað reynt koma til móts við nýja ríkisstjórn í þeim tilgangi styrkja trú á gagnsemi bólusetninga. Hins vegar hefði komið í ljós ríkisstjórnin hefði ekki áhuga á því.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • New York Timesbandarískt dagblað
  • Peter Marksforstöðumaður líffræðirannsókna hjá FDA
  • Robert F. Kenndyöldungadeildaþingmaður
  • Wall Street Journalbandarískt dagblað

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 140 eindir í 8 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 87,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,59.