Menning og listir

Sá stórt tæki­færi í fjárfestingarhlið listarinnar

Dóra Júlía Agnarsdóttir

2025-04-02 20:02

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Þetta er minn hægri fótur og vinstri hönd, klárt mál, hefur veitt mér mikla ánægju, haldið fyrir mér vöku og allt þar á milli, segir myndlistarmaðurinn Árni Már sem hefur rekið Gallery Port frá því það var stofnað fyrir níu árum. Það segja Árni þekki flest allar hliðar myndlistarsenunnar hérlendis og heldur stöðugt áfram feta ótroðnar slóðir. Blaðamaður tók púlsinn á honum.

Alda sem sló algjörlega í gegn

Þetta byrjaði allt saman á kroti sem krakki og svo þróaðist það. Við fáum svo boð um vera með húsnæði í bakhúsi á Laugavegi 23 sem átti standa í stutta stund áður en það yrði rifið, en það er ekki enn búið rífa það í dag, segir Árni Már um tilkomu Portsins.

Við fórum mikla athygli og fullt af vinum okkar og vandamönnum tóku þátt með okkur. Sumir þarna urðu svo listamenn sem áttu eftir mjög góðum árangri út fyrir landsteinanna.

Þeir sem stofnuðu Gallery Port með mér voru Þorvaldur Jónsson og Skarphéðinn Bergþóruson. En við vorum svo heppnir með okkur mikið af góðu fólki úr grasrótinni, meðal þeirra eru Baldur Helgason, Helga Páley, Steingrímur Gauti, Auður Ómarsdóttir, Loji Höskuldsson og fleiri.

Þegar þau stóðu fyrir opinni vinnustofu, viðburði í Gallery Port, gripu örlögin í taumana hjá Árna þegar hann dettur inn á þessa hugmynd um Öldu verkin sín sem áttu eftir verða gríðarlega vinsæl.

Verkin eru innblásin af sjósundi og öldugangi, unnin með málningarspaða og olíumálningu, í bland við ýmis iðnaðarefni.

Fólk verður mjög glatt með þessi verk og þetta springur svolítið út. Kastrup veitingahús kaupir þrjú verk en það eru auðvitað mikið um auðkýfinga og þá sem vilja vera auðkýfingar sem versla þar og sáu verkin. Þetta varð eiginlega það vinsælt ég þurfti hætta gera þetta.

Þarf bera virðingu fyrir verkinu

Aðspurður hvers vegna segir Árni Már:

Þetta þarf bara vera gaman, ég verð hafa gaman þessu. Ekki það ég hef alveg laumast til gera örfáar í algjöru lágmarki og í réttar hendur.

En fólk er kaupa þetta á ágætis verði, ég þarf bera virðingu fyrir því þau séu ekki kaupa verk sem verða einhverjum varningi sem er hægt kaupa í Ikea, með fullri virðingu fyrir sænska vöruhúsinu.

Árni Már hefur með sanni lagt sitt af mörkum í íslensku listsenunni og farið í gegnum fjölbreytt tímabil. Þegar hann bjó og starfaði í Leipzig í Þýskalandi kynntist hann grasrótinni í listheiminum þar og segir hana svipa mörgu leyti til hinnar íslensku.

Það eru eru svo margir listamenn til í samvinnu og hjálpast , sem er það sem við höfum mikið verið gera í Portinu.

Maður upplifir líka hvað það hefði verið fínt á okkar yngri árum meiri upplýsingar um praktískar hliðar þess vera myndlistarmaður. Maður heyrir í ungum krökkum sem eru með eitthvað í höndunum sem þeir eru búnir hamast lengi í og vilja það sem jafngildir tveggja tímavinnu hjá iðnaðarmanni. Sem er enginn peningur samanborið við vinnuna.

Svo lærir maður auðvitað. Það vera myndlistarmaður er ekki næstum því jafn rómantískt og það hljómar, eins og allt sem þú gerir sjálfstætt starfandi.

Þráhyggja fyrir aflandsfélögum þróaðist í fjárfestingarsjóðinn

Listræn ástríða Árna kemur fyrst og fremst út frá ákveðinni þörf til þess gera eitthvað.

Þessi þörf til búa eitthvað til, ekki endilega mála mynd, það getur líka verið opna verkefnarými eins og Portið var fyrst, svona listamannarekið tilraunarými þar sem meira og minna allt leyfist. Eða þráhyggju fyrir aflandsfélögum og enda á stofna listamannarekinn fjárfestingarsjóð.

Hann segist gjarnan fara alla leið með þær hugmyndir sem kvikna.

, ég er praktískasti maðurinn í faginu. Ég þá hugmynd byrja eignast myndir eftir vini mína og ekki löngu seinna er ég kominn í tæplega 100 verk sem ég á bara sjálfur.

Ekki misskilja mig, ég er líka latur, mig langar slappa af og elska dekra mig og hafa það gott. En ég er svolítið öfgafullur og plássfrekur maður.

Árni Már á stjúpdóttur, Matthildi Nínu, úr fyrra sambandi sem er fjórtán ára og soninn Una sem fæddist í apríl 2023. Aðspurður hvernig honum litist á það ef þau gengu listamannaveginn segir Árni:

Ég hef einmitt velt þessu fyrir mér. Ef unglings stjúpdóttir mín myndi segja: Árni ég ætla verða myndlistarkona myndi ég hvetja eða letja hugmyndina?

Þetta er auðvitað vesen og bölvað hark. Í dag er ég í ótrúlega góðri stöðu þótt það alls konar hark í þessu líka. En auðvitað myndi maður alltaf hvetja og hjálpa til við það sem barnið vill gera.

Ef ég ætti óska einhvers myndi ég bara vilja Uni minn yrði smiður eða eitthvað praktískt, en ef hann langar verða listamaður þá er mamma hans hönnuður og ég myndlistarmaður og við myndum alltaf styðja hann.

Ég held það það sama sem gildir um myndlist og hvert annað, ef þig langar virkilega til gera hlutina og leggur allt á þig til gera það þá gerist það.

Gríðarlegur hagnaður á verkum uppi á vegg

Undanfarið hefur Árni unnið listamannareknum fjárfestingarsjóð en hugmyndin kviknaði fyrir tæpum níu árum.

Þetta byrjar í rauninni allt árið 2016 þegar Panamaskjölin koma fram. Ég gerði prentverk með gulllituðum bakgrunni og svörtum stöfum sem stóð á Innan Lands Utan Lands, orðaleikur sem vísar til þess flytja á milli landa. Þetta voru verk í númeruði upplagi sem ég veit ekki betur en séu uppseld.

Í öllum þessum hugleiðingum fer Árni velta fyrir sér hversu mikill hagnaður er á mörgum verkum sem hann hefur fest kaup á.

Ég er heima í stofunni og hugsa með mér: Þetta verk kostaði einu sinni svona mikið og núna kostar þetta fimm sinnum meira. Sem dæmi á ég eitt verk sem er 1000% hagnaður á. Maður tækifæri í þessu.

Þekkir fjölbreyttar hliðar senunnar

Síðastliðin níu ár hafa þessar pælingar leitt út í eitt og annað sem Árni er gera.

Vinnan við stofna listamannarekinn fjárfestingarsjóð byrjar svo í fyrra. Við Steingrímur Gauti vorum með samsýningu og þetta var upphaflega kynnt þar. Þar var innsetning, með dönsku tekk hönnunarborði, koníaki, vindlakassa og stórum marmaraplötum sem voru eins konar hlutabréf.

Maður hefur sankað sér ofboðslega mikilli reynslu, allar þessar rekstrarlegu hliðar samhliða því stofna gallerí og vera sjálfstætt starfandi en ágætt er taka fram sjóðurinn sjálfur er sjálfstætt verkefni og ekki tengt Gallery Port.

Svo er ég búinn vera hnoðast í þessum sjóð sem verður kynntur 7. maí á staðnum Elliða sem opnaði nýverið í Elliðaárdalnum. Hægt er sækja um pláss á viðburðinn, þar sem farið verður í saumana á verkefninu.

Þetta hefur verið reynt á Íslandi en aldrei verið gert undir þessum formerkjum, vera listamannarekinn fjárfestingarsjóður.

Hann hefur fengið gott fólk með sér í lið við þetta stóra verkefni.

Vissulega er ég búinn læra mikið um myndlist og rekstarlegar hliðar þess en til tryggja sem bestar niðurstöður er allt gert upp á tíu. Teymið er með viðskiptafræðing, hagfræðing, endurskoðanda og lögfræðing.

Fólk heldur kannski þetta eitthvað smá grín og það alveg því þetta er myndlist en þegar það kemur rekstrarhliðunum þá er þetta allt gert af fagfólki.

Fjörugur Hönnunarmars framundan

Árni segist þaulvanur því spurningar frá kaupendum um hvernig myndlist best kaupa.

Sum myndlist hækkar gríðarlega mjög fljótt. Önnur myndlist er lengri tíma fjárfesting. Það sem er líka gott huga ef þú ert kaupa fyrir heimili er muna þú þarft hafa þetta á heimilinu þínu, það er gott vanda val á listamanni en líka vanda val á verki.

Mín skoðun er forsendur þess versla myndlist fyrir heimili eða safneign eigi ekki horfa í það hvað besta fjárfestingin þrátt fyrir það skemmi ekki fyrir ef verkið hækki í verði. Annað gildir að sjálfsögðu ef það er frá viðskiptalegu sjónarhorni.

Það er nóg um vera hjá Gallery Porti sem verður með tvennar sýningar á HönnunarMars.

Í rýminu okkar á Kirkjusandi stendur hönnuðurinn Búi Bjarmar Aðalsteinsson fyrir sýningunni Hagvextir og saga þjóðar og býður Brynjari Sigurðssyni, Hönnu Dís Whitehead og Rúnu Thors stíga inní verkefnið.

Svo bauðst okkur setja upp sýningu í Rammagerðinni á Laugavegi um jólin og það gekk mjög vel, sem leiddi til þess Gallery Port er komið með útibú þar, en við vorum líka búnir sakna þess vera niðri í .

Þar verða leturgerðarmennirnir Guðmundur Úlfarsson og Mads Freunde Brunse sem mynda leturtvíeykið Or Type ásamt Pétri Geir Magnússyni myndlistarmanni á sýningunni Tímanna tákn þar sem þeir sameina krafta sína við búa til klukkur.

Nafnalisti

  • Aldarétti samstarfsaðilinn fyrir Ingrooves á Íslandi
  • Árnibjörgunarbátur
  • Árni Márgestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna hér
  • Auður Ómarsdóttirmyndlistarmaður
  • Baldur Helgasonmyndlistarmaður
  • Brynjar Sigurðssonbóndi
  • Búi Bjarmar Aðalsteinssonannar hönnuður Mannyrkjustöðvarinnar í Hljómskálagarðinum í Reykjavík
  • Elliðiknattspyrnufélag
  • Gallery Portlistamannarekið gallerí
  • Gallery PortiLaugavegur 32 í Reykjavík
  • Guðmundur Úlfarssonleturhönnuður
  • Hanna Dís Whiteheadvöruhönnuður og einn kennara við keramikdeild skólans
  • Helga Páleylistakona
  • HönnunarMarshönnunarhátíð
  • Loji Höskuldssonmyndlistarmaður
  • Mads Freunde Brunse
  • Matthildur Nína
  • Or Typehönnunarteymi
  • Pétur Geir Magnússonlistamaður
  • Rúna Thorsfagstjóri vöruhönnunar við Listaháskóla Íslands
  • Skarphéðinn Bergþórusongalleríisti
  • Steingrímur Gautilistamaður
  • Uniprjónabók
  • Þorvaldur Jónssonhéraðslæknir

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 1568 eindir í 79 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 70 málsgreinar eða 88,6%.
  • Margræðnistuðull var 1,65.