Íþróttir

Hvernig verður úrslitakeppnin í handbolta?

Jóhann Páll Ástvaldsson

2025-03-27 08:41

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Deildarkeppni í efstu deild karla í handbolta lauk í gær. HSÍ hefur gefið út leikjaplanið fyrir 8liða úrslit úrslitakeppninnar. Það lið sem vinnur tvo leiki fer áfram í undanúrslit.

Leikið verður í 8liða úrslitum frá 4. til 12. apríl. Tveir leikir verða á dagskrá hvert kvöld sem keppt er. Báðir leikirnir á hverjum degi fara fram á sama tíma. Það lið sem ofar er í töflunni hefur heimaleikjaréttinn.

8-liða úrslit: Leikið verður 4. og 5. apríl, 7. og 8. apríl og 11. og 12. apríl.

Undanúrslit: Leikar hefjast 16. apríl. Dagskrá gæti breyst.

Úrslit: Leikar hefjast 13. maí. Dagskrá gæti breyst.

ÍBV og Afturelding mætast í 8liða úrslitum. Elís Þór Aðalsteinsson leikmaður ÍBV sækir vorn Aftureldingar. Mummi Lú

Svona eru einvígin:

FH-HK (1. og 8. sæti)

ValurStjarnan (2. og 7. sæti)

AftureldingÍBV (3. og 6. sæti)

FramHaukar (4. og 5. sæti)

Fram og Haukar mætast í 8liða úrslitum. Rúnar Kárason í Fram skýtur marki og öll Haukavörnin reynir sitt allra besta til stöðva skotið. Mummi Lú

Svona er dagskráin:

Föstudagur 4. apríl klukkan 19:30: FH-HK og FramHaukar

Laugardagur 5. apríl klukkan 16:30: ValurStjarnan og AftureldingÍBV

Mánudagur 7. apríl klukkan 19:30: HaukarFram og HK-FH

Þriðjudagur 8. apríl klukkan 19:30: ÍBV-Afturelding og StjarnanValur

Ef til kemur:

Föstudagur 11. apríl klukkan 19:30: FramHaukar og FH-HK

Laugardagur 12. apríl klukkan 19:30: AftureldingÍBV og ValurStjarnan

RÚV/Mummi Lú

Svona er staðan kvennamegin

Tvær umferðir eru eftir af efstu deild kvenna. Valskonur geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri í næstu umferð. Grótta er sem stendur í fallsæti en getur haldið sæti sínu með því vinna Val og ÍR.

Efstu sex liðin fara í úrslitakeppni og ríkir mikil spenna hvort ÍBV, Stjarnan eða Grótta nái því. Þá gætu Selfoss og ÍR skipst á sætum.

20. umferð fer fram 27. mars og 21. umferð 3. apríl. Leikin verður heil umferð á sama tíma, klukkan 19:30.

RÚV/Mummi Lú

Nafnalisti

  • Elís Þór Aðalsteinsson
  • Mummi Lúljósmyndari
  • Rúnar Kárasonlandsliðsmaður í handbolta
  • ValurÍslandsmeistari

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 365 eindir í 41 málsgrein.
  • Það tókst að trjágreina 38 málsgreinar eða 92,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,37.