Íþróttir

Líklegt að Arnar kalli "gamla bandið" saman

Hörður Snævar Jónsson

2025-03-10 19:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands mun á miðvikudag kynna nýjan landsliðshóp sinn fyrir komandi verkefni. Þetta verður fyrsti hópur Arnars.

Landsliðið er á leið í tvo leiki gegn Kósóvó i umspili Þjóðadeildarinnar, vinni liðið einvígið mun það halda áfram í B-deildinni en tap þá fellur liðið í C-deildina.

Athyglisvert verður sjá hvaða lið Arnar fer í vali sínu en yfirgnæfandi líkur eru á því hann kalli gamla bandið saman á nýjan leik.

Allar líkur eru á því Aron Einar Gunnarsson leikmaður Al-Gharaffa í Katar verði í hópnum en hann hefur verið heill heilsu síðustu mánuði.

Gylfi Þór Sigurðsson er einnig líklegur til þess vera í hópnum en hann er í æfingaferð með Víkingi eftir félagaskipti sín á dögunum.

Öruggt er Jóhann Berg Guðmundsson verði í hópnum en hann hefur spilað flesta leiki Al-Orobah í Sádí Arabíu á þessu tímabili. Eiga þessir þrír stóran þátt í góðum árangri Íslands frá 2013 til 2020.

Arnór Ingvi Traustason er hluti af gamla bandinu og ætti vera í hópnum, sömu sögu segja um Sverrir Inga Ingason varnarmann sem verður í hópnum.

Það kæmi svo ekki á óvart Ingvar Jónsson markvörður Víkings kæmi inn í hópinn, Patrik Sigurður Gunnarsson hefur ekki spilað síðustu vikur í Belgíu.

Birkir Bjarnason sem er leikjaæsti leikmaður í sögu Íslands spilar gæti komið til greina, hann hefur spilað 20 leiki með Brescia í Seriu B á þessu tímabili en 16 sinnum komið inn af bekknum.

Nafnalisti

  • Arnar Gunnlaugssonþjálfari
  • Arnór Ingvi Traustasonlandsliðsmaður
  • Aron Einar GunnarssonFyrirliði
  • Birkir Bjarnasonlandsliðsmaður
  • Bresciaítalskt úrvalsdeildarlið
  • Gylfi Þór Sigurðssonleikmaður Everton og íslenska landsliðsins
  • Ingvar Jónssonmarkvörður
  • Jóhann Berg Guðmundssonleikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni
  • Örnflugfélag
  • Patrik Sigurður Gunnarssonmarkvörður
  • Sádífrábært tækifæri fyrir hann
  • Seriu B
  • Sverrir Inga Ingasoníslenskur landsliðsmaður
  • Víkingurknattspyrnufélag

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 244 eindir í 11 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 10 málsgreinar eða 90,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,63.