Trump tilkynnir um tolla á innflutning - „Dagur frelsunar“
Ritstjórn DV
2025-04-02 20:26
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur núna ræðu í Rósagarðinum í Hvíta húsinu í Washington þar sem hann tilkynnir um tolla á innfluttum vörum.
„Þetta er dagur frelsunar og dagurinn þegar bandarískur iðnaður endurfæddist,“ sagði forsetinn í byrjun ræðunnar. „Við áttum amerískan draum sem við heyrum ekki mikið um núna.“ Saði hann að bandarískir verkamenn og iðnaðarmenn hafi verið arðrændir en nú sé því lokið.
„Einn mikilvægasti dagurinn í sögu Bandaríkjanna, dagur þar sem efnahagslegu sjálfstæði Bandaríkjanna er lýst yfir,“ sagði Trump. Hann sagði að bæði fjandmenn og vinaþjóðir hefðu beitt Bandaríkin órétti með ofurtollum. „Í mörgum tilvikum er vinurinn verri en fjandmaðurinn.“
Trump hefur nú tilkynnt að 25% tollur lagður á alla innflutta bíla.
Trump segir ennfremur að vörur frá Evrópusambandinu fái á sig 20% toll.
Fréttin verður uppfærð
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 147 eindir í 10 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 90,0%.
- Margræðnistuðull var 1,57.