Heilsa og lífsstíllMenning og listir

„Nú er það okkar að vernda efnið“

Guðmundur Atli Hlynsson

2025-03-23 16:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Á Kvikmyndasafni Íslands er átak í stafvæðingu en stór hluti safnkostsins er enn aðeins á áþreifanlegu formi. Á safninu er íslenskt myndefni varðveitt og einnig kvikmyndabúnaður, svo sem kvikmyndatöku- og sýningarvélar.

Stafvæðingin felst í því filmur og myndbönd eru skönnuð og yfirfærð á stafrænt form.

Jón Stefánsson er verkefnastjóri stafvæðingar og endurgerðar hjá safninu. Björn Þór Björnsson er sérfræðingur varðveislu og filmuvörður en starf hans felst í því efnisgreina, skrá og halda utan um safnkostinn. Þeir tóku á móti mér á Kvikmyndasafninu og við ræddum átakið.

Í þessum seinni hluta umfjöllunarinnar segja þeir Jón og Björn meðal annars frá því hvernig myndefni er til geymslu á safninu, hvernig geymslunni er háttað og hvað felst í eftirvinnslunni.

Nítrat filmur í bunker í skógi í Danmörku

Jón Stefánsson og Björn Þór Björnsson buðu mér inn í kæli Kvikmyndasafns Íslands þar sem filmur safnins eru geymdar. Þetta er ekki kælir í þeim skilningi sem flestir leggja í það orð því í raun er þetta stærðarinnar lager.

erum við komnir inn í filmugeymslu og þetta er, eins og þú finnur, kælir. Hér eru geymdar allar filmurnar sem við höfum verið ræða. Síðan er annar innri kælir líka þar sem mikið er af erlendum bíómyndum sem eru varðveittar vegna þess þær eru textaðar, sem er merkilegt út af fyrir sig. Svo er frystir hérna og þar er elsta efnið geymt, segir Jón.

Er það eldfimara efni?

Nei. Áður var notað efni í filmur sem heitir nítrat og er mjög eldfimt. Við réðumst í átak fyrir um þremur árum skanna inn allar slíkar filmur og til velta ábyrgðinni af okkur sendum við þær síðan út, segir Jón.

Í einhvern bunker í Danmörku, segir Björn.

, danska kvikmyndasafnið bauðst til koma þessu í neðanjarðarbyrgi á þeirra vegum úti í skógi einhvers staðar. Vegna þess það getur kviknað í þeim bara af sjálfsdáðum, segir Jón.

Er sanngjarnt segja Kvikmyndasafn Íslands eigi heima hér inni í þessum kæli?

Mér finnst stafræni hlutinn alveg eins mikið vera safnið og filmurnar í dag. Það efni er jafnvel meira Kvikmyndasafn Íslands út á við vegna þess það er aðgengilegt fólki. En þetta er hluti af safnkostinum sem við höfum moða úr til koma á stafrænt form.

Við höfum líka verið setja mikið af efni á svokölluð LTO-bönd, sem eru segulbönd. Þá gerum við tvær kópíur, ein er geymd innanhúss en hin fer til Þjóðminjasafnsins. Í djúpgeymslu, segir Jón.

Er það afrit af stafrænu eintaki?

. Eitt slíkt band tekur um átta terabæt.

Kæligeymsla Kvikmyndasafns Íslands. RÚV/Kveikur

Ýmiss vandi fylgir því eiga við gamlar filmur. Björn hafði orð á því stundum hefðu kvikmyndagerðarmenn notað lélegt hráefni til líma saman frumútgáfur efnis. Á safninu hafa fundist filmur sem límdar voru með málningarlímbandi.

Filmurnar eru í misgóðu ásigkomulagi. Sumar þeirra eru orðnar skorpnar; þær verða þá svo stökkar þær eru bara eins og saltstangir, segir Björn.

Eru þær skannaðar hér eða sendiði þær út í sérskönnun?

Það hefur ekkert verið sent út í skönnun í mörg ár, segir Jón.

Við ráðum við allt, segir Björn.

Eru einhverjar filmur svo viðkvæmar þið þorið ekki skanna þær?

Það er frekar þannig ef við fáum slíka filmu drífum við í skanna hana. Þeim mun lengur sem þú bíður því verri verður hún, segir Björn.

, til bjarga efninu, segir Jón.

Margvíslegt myndefni

Mig langar spyrja út í höfundarréttarmál. Segjum þið fáið myndefni eftir Loft Guðmundsson sem fundist hefur uppi á háalofti hjá einhverjum. Er það þá ykkar eign eða þurfið þið huga fjölskyldu Lofts?

Það er áhugavert þú nefnir Loft Guðmundsson [f. 1892] sérstaklega. Hann er eiginlega eini íslenski kvikmyndagerðarmaðurinn sem er dottinn úr höfundarrétti, það er svo langt síðan hann . Það var í kringum 1951. En í öllum öðrum tilfellum þurfum við huga rétthöfum.

Við erum stundum leita uppi afkomendur kvikmyndagerðarfólks og láta þá vita þeir eigi efni sem þeir vita ekki einu sinni af. En margir eru mjög meðvitaðir um þetta og fylgjast með því sem er í gangi. Margir eru stoltir af því sem foreldrar þeirra eða amma og afi voru gera, segir Björn.

En það kom einmitt inn efni eftir Loft fyrir um tveimur árum. Það reyndist vera litkvikmyndir með söngvurum og hljóðfæraleikurum. Alveg stórmerkilegt. En það er ekki lengur í höfundarrétti. er það okkar vernda efnið, segir Jón.

Hér er stutt myndbrot úr Perlum Kvikmyndasafnsins þar sem Gunnar Tómas Kristófersson segir frá Lofti Guðmundssyni.

Eruði á höttunum eftir öllu eldra efni?

Allt opinberilega útgefið efni viljum við og líka margt annað merkilegt sem fólk hefur tekið upp. Ef það snertir einhverju leyti sögu okkar lands þá erum við mjög áhugasöm um það. En auðvitað setjum við oft það skilyrði ef fólk vill við varðveitum efni megum við grisja úr því.

Stundum koma kvikmyndaframleiðendur hingað með efnið sitt og hafa ekki kíkt á það í mörg ár. Það eru kannski margar spólur af hráefni fyrir flísaauglýsingu. Einhverjar nærmyndir af flísum. Einhvers staðar þurfum við draga mörkin. En að sama skapi verðum við vera með opinn huga. Hvað veit ég um hvað verður merkilegt eftir 70 ár? segir Björn.

Er það þitt hlutverk sigta þetta?

, meðal annars. En ég reyni gera sem minnst af því og ég sigta ekkert sem er útgefið.

Er það vegna ákvæða í kvikmyndalögum?

Nei, ekki einu sinni. Margar kvikmyndir eru vissulega skilaskyldar. En ég á frekar við þegar fólk hefur lagt vinnu í gefa eitthvað út. Amatörefni þar sem búið er klippa inn titla og svoleiðis. Ég man eftir einni mjög merkilegri mynd sem heitir Tunnuverksmiðja ríkisins [1965]. Hún var svo sem ekki skilaskyld en þegar menn hafa lagt metnað í eitthvað af þessu tagi þá fer það inn. Alltaf. En ekki ef þetta er eitthvað hráefni eins og úr þessari flísaauglýsingu sem ég nefndi.

En flísaauglýsingin sjálf?

Hún myndi fara inn. Klárlega. Síðan geymum við líka mikið af hráefni úr heimildarmyndum. Hráefnið getur jafnvel verið merkilegra en sjálf myndin. Þetta á oft við um efni Ósvalds Knudsen, Vigfúsar Sigurgeirssonar og Kjartans Ó. Bjarnasonar. Afgangaefni sem rataði ekki í myndirnar, hráefnið, er oft alveg stórkostlegt. En sumt er náttúrulega afgangur af því það er bara ömurlegt, segir Björn.

Reyni gera efnið eins raunverulegt og hægt er

lokum sýndu Jón og Björn mér eftirvinnsluaðstöðuna. Hún er í dimmu skönnunarherbergi safnsins sem Jón neitar kalla dýflissu.

Jón Stefánsson við eftirvinnslu. RÚV/Ragnar Visage

Kemur fyrir í eftirvinnslunni þú sért beðinn um endurvinna litgreininguna þína?

Það gerist kannski þegar ég vinn með leikstjórum. Ég var vinna í Landi og sonum [1980] um daginn og bauð leikstjóranum koma í heimsókn og við fórum yfir myndina saman. Þá voru einstaka skot sem hann hafði skoðun á en það var blessunarlega mjög lítið.

En þegar um er ræða efni þar sem kvikmyndagerðarmaðurinn er látinn er ekki hægt gera slíkt og þá reyni ég vera eins nálægt því og ég ímynda mér þetta hafi verið upphaflega. Reyni gera efnið eins raunverulegt og hægt er, segir Jón.

Er rammafjöldi á sekúndu stilltur af í eftirvinnslunni eða við skönnunina?

Við skönnum eiginlega allt í 24 römmum á sekúndu. Helsta undantekningin er efni sem hefur verið tekið fyrir sjónvarp, það skönnum við á 25. Efni sem hefur verið tekið upp á 18 römmum á sekúndu verður of hratt þegar það er spilað aftur á 24 ramma hraða. Þá breyti ég hraðanum á því í eftirvinnslunni, hægi á því og geri það eðlilegra.

Ég verð alltaf svolítið pirraður þegar ég efni sem spilast hraðar. Það hefur ekki verið planið hjá þessum mönnum efnið liti svona út. Ætlunin var þetta myndi spilast eins og raunveruleikinn.

Fjórar hliðar filmunnar sjást á skönnuninni. Zoom-ar þú inn í myndina í eftirvinnslunni?

, það er lokaskrefið. Þá fer ég og endurramma allt. Oft þarf gera það skot fyrir skot. Stöku sinnum ákveð ég stabilísera skot aðeins. Þá er það kannski sökum þess filman er eitthvað óþekk í rammanum. En ég reyni gera sem minnst af því vegna þess þá er ég farinn grípa inn í kvikmyndagerðina.

Upplausn stafræns myndefnis vísar til pixlafjölda (sem er tilgreindur á láréttum ás x lóðréttum ás). Pixlar eru minnstu sjálfstæðu einingar stafræns skjás. Allt stafrænt myndefni sem er yfir 720p (u.þ.b. 1280 x 720) telst til háskerpu. 2K myndefni samsvarar 1080p (u.þ.b. 1920 x 1080) og 4K myndefni samsvarar 2160p (u.þ.b. 4069 x 2160).

Í hvaða upplausn geymið þið efni?

Allt efni frá 16mm filmum er geymt í 2K. Efni frá 35mm filmum er geymt í 4K. Það er reglan sem við höfum sett okkur. En það er hægt rífast um þetta endalaust, segir Jón.

Af hverju hentar 16mm filma síður fyrir 4K?

Þetta snýst um magn upplýsinga í rammanum. Stærð filmunnar ræður því hve mikið efni hún fangar. Þú færð ekki mikið meira út úr 16mm filmu í 4K en 2K. Þá ertu í rauninni bara búa til miklu stærri skrá sem gefur þér ekkert endilega meiri upplýsingar.

Í einum þætti af Perlum Kvikmyndasafnsins var klippt frá 16mm filmu yfir í 35mm filmu og þá sést hvað 35mm filman er miklu skýrari. Það er vegna þess myndflöturinn sjálfur er fjórum sinnum stærri og getur þess vegna verið í mikið hærri upplausn, segir Jón.

En Íslendingar tóku mjög lítið upp í 35mm, segir Björn.

, það var mikið dýrara, segir Jón.

Var ekki efni eftir Loft í 35mm?

, hann tók allt upp í 35. Hann reifst við stjórnvöld vegna þess hann vildi taka upp stofnun lýðveldisins á Þingvöllum með 35mm filmu. En Íslendingum var drullusama og þessi viðburður er aðeins til á 16mm undanteknu hráefni sem Bandaríkjaher tók upp, segir Björn.

Þeir tímdu ekki kaupa dýrari filmu?

Því var allavega hafnað.

Er einhver hluti safnkostsins í sérstöku uppáhaldi hjá ykkur?

Þegar ég var skrá safn Vilhjálms Knudsen í fyrra kom upp mynd sem heitir Á rekafjöru [1954] og er eftir Gunnar Rúnar Ólafsson [f. 1917]. Þetta var frumgerð hennar. Hún var tekin upp í Ófeigsfirði og á fleiri stöðum þar sem var mannlíf en eru farnir í eyði. Þegar svona kemur í fangið á manni þá uppveðrast maður og verður alveg svakalega ánægður.

Síðan sýndum við nýlega heimildarmyndina Flug 401 [1967] eftir Reyni Oddsson [f. 1936] á Skjaldborg. Hún er líka alveg frábær, segir Björn.

Ég er mjög hrifinn af Ósvaldi Knudsen. Efnistökin eru góð, efnið er vel skipulagt, vel skotið, úthugsað og virkar. Það er byrjun, miðja og endir. Svo gerir hann mjög skemmtilega upphafstitla. Hann tekur kannski steina úr umhverfinu og setur þá saman í titla, mér finnst það rosalega sjarmerandi.

Svo verð ég minnast á þessar myndir sem fundust eftir Loft þar sem hann er taka upp tónlistarmenn, Maríu Markan og Þuríði Pálsdóttur. Þetta er í lit og það er hljóð með þessu, að vísu ekki mjög gott hljóð, segir Jón.

En hljóð engu að síður, segir Björn.

Þessar kvikmyndir eru í raun tónlistarmyndbönd, frá einhverjum, einhvers staðar lengst í fortíðinni, segir Jón.

Safnkostur Kvikmyndasafns Íslands er eins konar gluggi inn í fortíðina en innan veggja safnsins mætist hið gamla og hið nýja á hverjum degi. Fáir geta státað sig af því hafa sinnt eftirvinnslu tónlistarmyndbanda jafnt frá fyrri hluta og lokum tuttugustu aldar eins og Jón Stefánsson. Spekúlantar á borð við Björn Þór og Gunnar Tómas rýna í eldra myndefni og sjá í því nýja merkingu.

Á safninu er jafnvel stunduð kvikmyndagerð í vissum skilningi; gamlar filmur og myndbönd verða nýjum stafrænum kvikmyndum. Á Kvikmyndasafni Íslands er arfur þjóðarinnar í myndum og málieða öllu heldur kvikmyndum og hljóði. Þökk stafvæðingarátaki safnsins og fólksins baki því er þessi arfur loks verða aðgengilegri fólkinu í landinu.

Þessi umfjöllun er unnin af meistaranema við Háskóla Íslands í starfsnámi á fréttastofu RÚV.

Nafnalisti

  • Björn Þór Björnssonlistamaður
  • Gunnar Rúnar Ólafssonvaraslökkviliðsstjóri
  • Gunnar Tómas Kristóferssonsérfræðingur hjá Kvikmyndasafni Íslands, um aðra mynd Lofts, Milli fjalls og fjöru
  • Jón Stefánssonorganisti
  • Kjartan Ó. Bjarnason
  • Loftur Guðmundssonljósmyndari
  • María Markanóperusöngkona
  • Ósvaldur Knudsenbrautryðjandi í gerð leikinna kvikmynda og heimildamynda um íslenska náttúru
  • Ragnar Visageljósmyndari RÚV
  • Reynir Oddssonkvikmyndagerðarmaður
  • Vigfús Sigurgeirsson-sem var ljósmyndari embættisins um árabil
  • Vilhjálmur Knudsenkvikmyndagerðarmaður
  • Þuríður Pálsdóttirsöngkona

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 2263 eindir í 166 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 148 málsgreinar eða 89,2%.
  • Margræðnistuðull var 1,66.