Stuðnings­menn Chelsea og Man. City þurfa að af­henda lög­reglu vega­bréf sín

Óskar Ófeigur Jónsson

2025-04-03 06:31

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Óeirðaseggjum innan stuðningsmannahópa ensku liðanna Chelsea og Manchester City er bannað fylgja liðum sínum á heimsmeistaramót félagsliða sem fer fram í sumar.

Alls eru það um 150 stuðningsmenn þessara tveggja félaga sem þurfa afhenda lögreglu vegabréf sín til koma í veg fyrir það þeir ferðist til Bandaríkjanna. ESPN segir frá.

Stuðningsmennirnir eru settir í þetta bann vegna þátttöku þeirra í ofbeldi og óeirðum á fótboltaleikjum eða á öðrum vettvangi tengdum þeim.

Þeir gætu líka hafa komist á svarta listann með því hlaupa inn á völlinn, skjóta flugeldum á leikjum eða stunda hatursorðræðu á samfélagsmiðlum.

Heimsmeistarakeppni félagsliða fer fram í ellefu bandarískum borgum frá 14. júní til 13. júlí. Chelsea og Manchester City eru meðal 32 þátttökuliða og spila leiki sína í riðlinum í Atlanta, Philadelphia og Orlando.

Stuðningsmennirnir á svarta listanum þurfa afhenda vegabréf sín fimm dögum fyrir fyrsta leik mótsins og þau ekki aftur fyrr en eftir úrslitaleikikinn sem fer fram í New York. Brjóti þeir þessar reglur gætu þeir fengið allt sex mánaða fangelsisdóm.

Nafnalisti

  • Atlantabandarísk borg
  • Chelseaenskt knattspyrnufélag
  • Manchester Cityenskt úrvalsdeildarlið

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 180 eindir í 9 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 77,8%.
  • Margræðnistuðull var 1,75.