Háir tollar á lönd sem kaupa olíu frá Venesúela

Ritstjórn mbl.is

2025-03-25 13:16

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær háa tolla á innflutning frá löndum sem kaupa olíu og gas frá Venesúela, refsiaðgerð sem gæti bitnað á Kína og Indlandi, meðal annars.

Frá því Trump sneri aftur í Hvíta húsið hefur hann lagt álögur á mörg viðskiptalönd Bandaríkjanna og þar nefna 25% toll á ál og stál gagnvart Kanada og Mexíkó og hann hefur hótað 200% tolli á vín, kampavín og aðrar áfengar vörur, frá Frakklandi og öðrum löndum í Evrópusambandinu.

Nýjustu 25 prósenta tollarnir sem miða beinum og óbeinum kaupendum á olíu frá Venesúela geta tekið gildi 2. apríl, samkvæmt tilskipun sem Trump undirritaði í gær en utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í samráði við aðrar ríkisstofnanir, hefur heimild til ákveða hvort nýja gjaldið verði lagt á.

Við skorum á Bandaríkin hætta afskiptum af innanríkismálum Venesúela og afnema hinar ólöglegu einhliða refsiaðgerðir, sagði Guo Jiakun, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, á reglulegum blaðamannafundi í dag.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Guo Jiakun
  • Hvíta húsiðauglýsingastofa

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 163 eindir í 4 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 4 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,64.