Liðs­félaga lands­liðs­fyrir­liðans var ekki hleypt inn í landið

Óskar Ófeigur Jónsson

2025-03-15 09:32

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Sociedad duttu út úr Evrópudeildinni á fimmtudagskvöldið en það skiluðu sér ekki allir leikmenn liðsins til Manchester.

Liðsfélagi Orra og næstum því jafnaldri, Arsen Zakharyan, var ekki hleypt inn í landið. El Diario Vasco sagði frá.

Ástæðan var bresk stjórnvöld neituðu veita honum landvistarleyfi við komuna til Englands.

Zakharyan er 21 árs rússneskur miðjumaður sem kom til Sociedad frá Dynamo Moskvu árið 2023.

Zakharyan flaug aldrei alla leið til Englands heldur beið hann átekta í París í von um landvistarleyfið samþykkt á síðustu stundu.

Það gekk ekki eftir og því varð Zakharyan fljúga aftur heim til Spánar.

Þó Zakharyan hafi spilað átta landsleiki fyrir Rússa þá er hann ekki í stóru hlutverki hjá spænska liðinu.

Strákurinn hefur aðeins komið við sögu í einum Evrópudeildarleik á tímabilinu en náði þá leggja upp mark þrátt fyrir spila aðeins í sjö mínútur.

Markið lagði hann einmitt upp fyrir umræddan Orra Stein Óskarsson í 52 sigri á danska liðinu Midtjylland í síðasta mánuði.

Nafnalisti

  • Arsen Zakharyanmiðjumaður
  • Diario Vasco
  • Dynamosérstaklegt sirkusrými
  • Midtjyllanddanskt úrvalsdeildarfélag
  • Orri Steinn Óskarssonframherji
  • Real Sociedadspænskt lið

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 179 eindir í 10 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 80,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,70.