Hitti Arnór á Anfield

Valur Páll Eiríksson

2025-03-13 13:04

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Arnar Gunnlaugsson segir Arnór Sigurðsson, leikmann Malmö, ekki vera kominn á réttan stað til geta tekið þátt í komandi landsleikjum. Arnór er komast af stað eftir meiðsli.

Það hefur gengið á ýmsu hjá Arnóri síðustu vikur en hann var tekinn út úr hópi Blackburn í ensku B-deildinni sem skráður var til leiks eftir félagsskiptagluggann í janúar. Hann sat því eftir allslaus með lokaðan glugga verandi óheimilt spila með liðinu það sem eftir lifði leiktíðar.

Veikindi og meiðsli hafa einkennt tímabilið hjá Arnóri en hann gat aðeins spilað fimm leiki með Blackburn, þann síðasta 26. október.

Arnór fékk sig lausan frá enska liðinu um miðjan febrúar og var því frjálst finna sér nýtt félag. Hann samdi við Malmö í Svíþjóð og er þar komast í form á nýjan leik eftir hafa jafnað sig á rifnum kálfavöðva.

Vegna þess sem hefur gengið á er Arnór ekki í hópnum að þessu sinni en Arnar segir hann á góðum stað með nýju liði. Þeir hafi rætt málin þegar þeir hittust á Anfield í Liverpool er Hákon Arnar Haraldsson mætti enska liðinu með Lille í Meistaradeild Evrópu 21. janúar síðastliðinn.

Við hittumst í Liverpool þegar við sáum saman Hákon spila við Liverpool. Hann er komiinn í frábært félag, Malmö, sem ég þekki nokkuð vel. Hann er bara nýbyrjaður æfa aftur og er klárlega einhver sem við fylgjumst með í framtíðinni, sagði Arnar um Arnór við Stöð 2 í gær.

Landsliðið kemur saman í næstu viku og spilar fyrri leikinn við Kósóvó í Pristina á fimmtudaginn kemur, 20. mars. Síðari leikurinn, heimaleikur Íslands, fer fram í Murcia á Spáni vegna framkvæmda við Laugardalsvöll. leikur er sunnudaginn eftir, 23. mars.

Báðir leikir verða sýndur í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og verður landsliðinu fylgt eftir hvert fótmál þar ytra.

Nafnalisti

  • Arnar Gunnlaugssonþjálfari
  • Arnór Sigurðssonlandsliðsmaður
  • BlackburnBdeildarlið
  • Hákon Arnar Haraldssonlandsliðsmaður
  • Meistaradeild Evrópulið
  • Pristinahöfuðborg
  • Stöð 2 Sporthluti af Sportpakkanum

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 316 eindir í 16 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 75,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,82.