Rétt ákvörðun en spjótin beinast að forsætisráðherra

Ritstjórn mbl.is

2025-03-21 09:44

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Ég hef fullan skilning á því einstaklingur sem gegnir starfi ráðherra barnamála taki þessa ákvörðun sem hún gerði. Auðvitað vaknar spurning hvort menn hafi ekki gert sér þetta ljóst fyrir fram. Þetta voru í það minnsta ekki upplýsingar sem almenningur í landinu þekkti og þetta kom allmörgum á óvart, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem sagði af sér sem ráðherra mennta- og barnamála í gær.

Hefurðu skoðun á því hvort Ásthildi Lóu stætt á sitja á þingi eftir þetta?

Nei, mér finnst erfitt setjast í dómarasæti gagnvart einhverju sem gerðist fyrir 35 árum þótt það augljóst við tækjum öðruvísi á hlutum í dag. Mér finnst ákvörðun hennar eðlileg og það er útilokað hún geti setið í starfi sem barnamálaráðherra, segir Sigurður Ingi.

Trúnaðarbrestur í forsætisráðuneytinu?

Aftur á móti telur Sigurður Ingi það vekja upp spurningar hvernig haldið var á málum í forsætisráðuneytinu. því er fram kemur í frétt RÚV í gær óskaði einstaklingur eftir trúnaði við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra en engu að síður upplýsti aðstoðarmaður hennar Ásthildi Lóu um þessi einstaklingur hafi óskað eftir fundi.

Ásthildur Lóa setti sig í framhaldinu í samband við viðkomandi og fór heim til hans eigin sögn.

Mörgum spurningum sem þarf svara

sögn Sigurðar Inga bendir margt til þess trúnaðarbrestur hafi orðið í forsætisráðuneytinu.

Það sem er áhugaverðara við þetta mál, er hvernig það verður til. Af hverju var leitað til forsætisráðuneytisins? Hvenær var það gert og á hvaða forsendum? Var verið leita til forsætisráðuneytisins sem ábyrgðaraðila ríkisstjórnarinnar þegar kemur siðferði. Voru þetta trúnaðarupplýsingar? Hversu lengi hafði forsætisráðuneytið það til umfjöllunar og í hvaða farveg átti málið fara. Hvað gerðist þegar upplýsingarnar fóru til mennta- og barnamálaráðherrans? Þetta eru allt spurningar sem þarf svara, segir Sigurður Ingi.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Kristrún Frostadóttirformaður
  • Sigurður Ingi Jóhannssonformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 315 eindir í 20 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 18 málsgreinar eða 90,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,67.