Sæki samantekt...
Verði áform Ásthildar Lóu Þórsdóttur mennta- og barnamálaráðherra að veruleika verða sett lög eða reglugerð um notkun síma og annarra snjalltækja í grunnskólum. Þetta er ekki bara til umræðu hér á landi. Í fjórum af hverjum tíu löndum eru einhvers konar reglur eða lög sem takmarka notkun snjallsíma í skólum og umræðan er mikil.
Ráðherra segir tilganginn að bæta skólastarf — en nánast allir grunnskólar á landinu eru nú þegar með reglur um snjallsímanotkun. Í 3% skóla eru símar leyfðir og engar reglur, í 45% skóla eru símar ekki leyfðir og í 52% skóla eru símar leyfðir með takmörkunum.
Í Hólabrekkuskóla hefur verið símabann í nokkur ár. Margrét Ingadóttir, deildarstjóri unglingastigs skólans, segir að nemendur hafi sjálfir kallað eftir því.
Soffía Marey Guðjónsdóttir nemandi í 8. bekk Hólabrekkuskóla segir fínt að geta verið í símanum. „En mér finnst líka gott að það sé verið að banna þá. Því þá talar fólk meira saman.“
Bragi Þór Gíslason nemandi í 9. bekk segir að símar geti verið truflandi, en á sama tíma þurfi margir á símum að halda.]] Bjarnveig Sara Gränz, nemandi í 8. bekk, segist halda að krakkar tali meira saman, ef þau eru ekki í símanum og 10. bekkingurinn Jens Pétur Atlason segir að það geti haft slæm áhrif á andlega líðan krakka að vera mikið í símanum. „Og vera alltaf að skoða hvað aðrir eru að gera. Að hugsa út í allt og alla í staðinn fyrir að hugsa út í sjálfan sig.“ [[Hermann Týr Heimisson, nemandi í 9. bekk, segist nokkuð sáttur við símabannið.
Deildarstjórinn Margrét segist telja að það skipti máli að boðin komi frá ráðherra og það auðveldi skólafólki að framfylgja símabanni.
„En þetta er flókið og ég held að þetta sé alltaf best í samvinnu og að taka þetta með börnunum.“
Nafnalisti
- Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
- Bjarnveig Sara Gränz
- Bragi Þór Gíslason
- Hermann Týr Heimisson
- Jens Pétur Atlason
- Margrét Ingadóttirgrunnskólakennari
- Soffía Marey Guðjónsdóttir
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 313 eindir í 17 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 14 málsgreinar eða 82,4%.
- Margræðnistuðull var 1,67.