Samband Kanada við Bandaríkin gjörbreytt
Hugrún Hannesdóttir Diego
2025-03-28 01:08
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Carney sagði í gær að sambandi Kanada við Bandaríkin, eins og það hefði lengst af verið, væri lokið. Það hefði áður fyrr byggst á sterkum viðskiptatengslum og þéttu samstarfi í öryggis- og hernaðarmálum en nú væri úti um það í ljósi tollastríðs Bandaríkjastjórnar.
Carney sagði í gær að Kanada þyrfti að endurhugsa hagkerfi ríkisins og viðskiptatengsl við erlend ríki. Þá ætti eftir að koma í ljós hvort Kanada gæti framvegis átt sterk viðskiptatengsl við Bandaríkin. Hann hét því að svara tollahækkunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta.
„Ég hafna hverri tilraun til að veikja Kanada,“ sagði Carney á blaðamannafundi í gærkvöld.
Bandaríkjastjórn hefur þegar innleitt 25 prósenta toll á innflutning frá Kanada að hluta til. Kanada hefur á móti hækkað tolla á ákveðnar vörur innfluttar frá Bandaríkjunum.
Trump varaði Kanada og Evrópusambandið við því í gær að taka höndum saman í tollastríði gegn Bandaríkjunum. Hann sagði að við því yrði brugðist með enn frekari tollahækkunum gagnvart þeim báðum.
Carney sagði að Trump hefði haft samband við hann í fyrrakvöld. Þeir hefðu rætt um að skipuleggja símafund, sem yrði haldinn á næstu dögum.
Nafnalisti
- Donald Trump Bandaríkjaforsetafrændi hennar
- Trumpkjörinn forseti Bandaríkjanna
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 184 eindir í 12 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,66.